Langanesviti í Arnarfirði
Útlit
Langanesvitinn stendur yst á Langanesi sem skiptir Arnarfirði og er auðséður þótt smár sé vegna gula litarins. Áður en vitinn var málaður gulur var hann húðaður með ljósu kvarsi. Langanesvitinn var byggður árið 1949 og er þessi steinsteypti smáviti, sem er aðeins 4,8 m að hæð, í hópi brúarvitanna þar sem ljóshúsið er innbyggt í vitahúsið. Axel Sveinsson verkfræðingur hannaði vitann. Gasljós var í vitanum frá byggingu hans fram til 1993 en þá var hann rafvæddur með sólarorku. Ljóseinkenni vitans er Fl WRG 15s (eitt blikkljós í þrískiptum geisla á 15 sekúndna fresti)[1]