Fara í innihald

Kópanesviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kópanesviti er viti og skipbrotsmannaskýli sem stendur á Kópanesi milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar á Vestfjörðum. Vitinn og skýlið voru reist árið 1971.[1] Vitinn er hvítur 3 m hár sívalur stálgrindarviti ofan á þaki 3 m hás steinsteypts skýlis sem er rauðgult á lit. Ljóseinkenni hans er Fl(2)W 5s (2 hvít blikkljós á 5 sekúndna fresti).[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Vitinn leysir af hólmi ljósin á Sellátrum“. Vísir. 28.8.1971. bls. 1.
  2. Vitaskrá (PDF) (Report). Landhelgisgæsla Íslands. 16. nóvember 2023. bls. 16.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.