Fara í innihald

Kópanesviti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kópanesviti er viti og skipbrotsmannaskýli sem stendur á Kópanesi milli Tálknafjarðar og Arnarfjarðar á Vestfjörðum. Vitinn og skýlið voru reist árið 1971.[1] Vitinn er hvítur 3 m hár sívalur stálgrindarviti ofan á þaki 3 m hás steinsteypts skýlis sem er rauðgult á lit. Ljóseinkenni hans er Fl(2)W 5s (2 hvít blikkljós á 5 sekúndna fresti).[2]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Vitinn leysir af hólmi ljósin á Sellátrum“. Vísir. 28.8.1971. bls. 1.
  2. Vitaskrá (PDF) (Report). Landhelgisgæsla Íslands. 16. nóvember 2023. bls. 16. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 23. desember 2024. Sótt 6. janúar 2025.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.