Fara í innihald

Roberta Metsola

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Roberta Metsola
Roberta Metsola árið 2022.
Forseti Evrópuþingsins
Núverandi
Tók við embætti
11. janúar 2022
VaraforsetiOthmar Karas
ForveriDavid Sassoli
Persónulegar upplýsingar
Fædd18. janúar 1979 (1979-01-18) (45 ára)
San Ġiljan, Möltu
ÞjóðerniMaltnesk
StjórnmálaflokkurÞjóðernisflokkurinn
Evrópski þjóðarflokkurinn
MakiUkko Metsola (g. 2005)
Börn4
HáskóliHáskóli Möltu
Evrópuháskólinn

Roberta Metsola Tedesco Triccas (f. 18. janúar 1979) er maltnesk stjórnmálakona úr Þjóðernisflokknum sem hefur setið á Evrópuþinginu frá árinu 2013. Þann 18. janúar 2022 var hún kjörin forseti Evrópuþingsins. Hún tók við af David Sassoli og varð þriðja konan til að gegna þessu embætti.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Roberta Metsola er fædd árið 1979 í San Ġiljan og var elst þriðja barna foreldra sinna. Hún ólst upp í hafnarbænum Gżira.[1]

Metsola er gift finnskum manni og á með honum fjögur börn.[1][2]

Menntun[breyta | breyta frumkóða]

Roberta Metsola er menntun í lögfræði.[3] Hún hlaut doktorsgráðu frá Háskóla Möltu árið 2003 og útskrifaðist með mastersgráðu frá Evrópuháskólanum árið 2004. Á námsárum sínum var hún aðalritari samtakanna Evrópskra lýðræðissinnaðra stúdenta frá 2002 til 2003.[3]

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Metsola bauð sig fram í fyrstu kosningum Möltu á Evrópuþingið árið 2004 en náði ekki kjöri.[4][2] Hún bauð sig aftur fram á Evrópuþingið í næstu kosningum en komst ekki fyrr en á þing fyrr en árið 2013 og tók þá við þingsæti Simons Busuttil.[3] Hún stefndi þaðan af á feril í evrópskum stjórnmálum.[4]

Metsola er meðlimur í maltneska Þjóðernisflokknum og sat með Evrópska þjóðarflokknum á Evrópuþinginu. Hún sat í borgararéttindanefnd, dómsmála- og utanríkismálanefnd,[3] sérstakri nefnd fyrir skipulagða glæpastarfsemi, spillingu og peningaþætti, og sendinefnd fyrir samskipti við Albaníu, Bosníu og Hersegóvínu, Serbíu, Svartfjallaland og Kósovó.

Þann 12. október 2020 varð Metsola fyrsti varaforseti Evrópuþingsins eftir að Mairead McGuinnes var útnefnd í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.[4]

Þann 24. nóvember 2021 var Metsola kjörin frambjóðandi Evrópska þjóðarflokksins í embætti forseta Evrópuþingsins þegar komi átti að embættisskiptum á miðju kjörtímabilinu.[5][6][7] Hún var kjörinn fyrsti varaforseti þingsins og tók við forsetaembættinu til bráðabirgða þann 11. janúar 2022 eftir dauða þingforsetans Davids Sassoli.

Þann 18. janúar 2022 var Metsola kjörin forseti Evrópuþingsins í fyrstu umferð með 458 atkvæðum samkvæmt samkomulagi milli íhaldsmanna, miðjumanna og jafnaðarmanna.[8][9][10][11]

Metsola tilkynnti að hún hygðist fara til Kænugarðs í apríl 2022 til að sýna Úkraínumönnum stuðning vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Hún var fyrsti leiðtoginn á vegum Evrópusambandsins sem fór til Úkraínu eftir að innrásin hófst.[12]

Skoðanir[breyta | breyta frumkóða]

Metsola er talin tilheyra þeim væng Evrópska þjóðarflokksins sem er síður íhaldssamur og hún hefur meðal annars verið málsvari framfarasinnaðra viðhorfa um réttarríkið og innflytjendur.[2] Hún hefur oft verið málsvari réttinda hinsegin fólks[5][13] Hún er mótfallin þungunarrofum,[5] sem eru ólögleg á Möltu. Þetta varð nokkuð umdeilt þegar hún var kjörin forseti Evrópuþingsins.[2] Hún hafði jafnframt setið hjá við atkvæðagreiðslu um það að glæpavæða ofbeldi gegn konum um allt Evrópusambandið.[5]

Í desember 2019 kallaði Metsola eftir afsögn forsætisráðherra Möltu, Joseph Muscat, eftir morðið á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia.[5]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. 1,0 1,1 „6 choses à savoir sur Roberta Metsola, la nouvelle présidente du Parlement européen“. LADEPECHE.fr (franska).
 2. 2,0 2,1 2,2 2,3 Virginie Malingre (18. janúar 2022). „Roberta Metsola, une Maltaise antiavortement, prend la présidence du Parlement européen“. Le Monde. Sótt 30. janúar 2022.
 3. 3,0 3,1 3,2 3,3 „Roberta Metsola“ (enska). Bruegel.
 4. 4,0 4,1 4,2 Stephen Calleja (5. desember 2021). „Roberta Metsola: Victory for her, a loss for PN“ (enska). The Malta Independent.
 5. 5,0 5,1 5,2 5,3 5,4 „Les eurodéputés prêts à porter Roberta Metsola, une élue anti-IVG, à leur tête“ (franska). Le Monde. 15. desember 2021.
 6. „Metsola elected EPP Group candidate for President of Parliament“. www.eppgroup.eu (enska). Sótt 30. janúar 2022.
 7. Jean Quatremer (13. desember 2021). „Une anti-avortement à la tête du Parlement européen ?“ (franska). Libération.
 8. „First ballot“ (PDF). www.europarl.europa.eu (enska). Evrópuþingið. 18. janúar 2022.
 9. „La Maltaise Roberta Metsola élue présidente du Parlement européen“ (franska). Le Monde. 18. janúar 2022. Sótt 30. janúar 2022.
 10. Beda Romano (18. janúar 2022). „Roberta Metsola (Ppe) eletta presidente dell'Europarlamento anche con i voti della Lega“ (ítalska). Il Sole 24 ORE. Sótt 30. janúar 2022.
 11. „La Maltaise Roberta Metsola élue à la présidence du Parlement européen“ (franska). RFI. 17. janúar 2022. Sótt 30. janúar 2022.
 12. „Forseti Evrópuþingsins á leið til Kænugarðs“. RÚV. 1. apríl 2022. Sótt 3. apríl 2022.
 13. „Roberta Metsola (ppe)“ (franska). RTBF. 27. janúar 2014. {{cite web}}: |url= vantar (hjálp)


Fyrirrennari:
David Sassoli
Forseti Evrópuþingsins
(11. janúar 2022 –)
Eftirmaður:
Enn í embætti