Joachim von Ribbentrop
Joachim von Ribbentrop | |
---|---|
Utanríkisráðherra Þýskalands | |
Í embætti 4. febrúar 1938 – 30. apríl 1945 | |
Kanslari | Adolf Hitler |
Forveri | Konstantin von Neurath |
Eftirmaður | Arthur Seyss-Inquart |
Persónulegar upplýsingar | |
Fæddur | 30. apríl 1893 Wesel, þýska keisaraveldinu |
Látinn | 16. október 1946 (53 ára) Nürnberg, Bæjaralandi, Þýskalandi |
Dánarorsök | Hengdur |
Stjórnmálaflokkur | Nasistaflokkurinn |
Maki | Anna Elisabeth Henkell (g. 1920) |
Börn | 5 |
Starf | Athafnamaður, stjórnmálamaður, erindreki |
Undirskrift |
Ulrich Friedrich Wilhelm Joachim von Ribbentrop (30. apríl 1893 – 16. október 1946), venjulega kallaður Joachim von Ribbentrop, var utanríkisráðherra Þýskalands nasismans frá 1938 til 1945.
Ribbentrop vakti fyrst athygli Adolfs Hitler sem víðförull athafnamaður sem vissi meira um utanríkismál en flestir háttsettir nasistar. Hann gaf afnot af húsinu sínu fyrir leynifundi í janúar 1933 sem leiddu til útnefningu Hitler í kanslaraembætti Þýskalands. Hann varð trúnaðarvinur Hitler, en vinátta þeirra fór mjög í taugarnar á öðrum flokksmönnum sem töldu Ribbentrop grunnhygginn og hæfileikalausan. Hann var útnefndur sendiherra til Bretlands árið 1936 og utanríkisráðherra Þýskalands í febrúar 1938.
Fyrir seinni heimsstyrjöldina lék Ribbentrop lykilhlutverk í stofnun Stálbandalags Þjóðverja við Ítalíu og í gerð hlutleysissáttmála við Sovétríkin sem þekkt varð sem Molotov-Ribbentrop-sáttmálinn í höfuðið á Ribbentrop og sovéska utanríkisráðherranum Vjatsjeslav Molotov. Eftir árið 1941 döluðu áhrif Ribbentrop nokkuð.
Ribbentrop var handtekinn í júní 1945 og réttað yfir honum við Nürnberg-réttarhöldin þar sem hann var dæmdur fyrir þátt sinn í að hefja seinni heimsstyrjöldina í Evrópu og fyrir að stuðla að framkvæmd Helfararinnar. Þann 16. október 1946 varð Ribbentrop fyrstur sakfelldra nasista tekinn af lífi og hengdur.
Heimild
[breyta | breyta frumkóða]- Fyrirmynd greinarinnar var „Joachim von Ribbentrop“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 7. október 2017.