Leifturstríð
Útlit
Leifturstríð (þýska: Blitzkrieg) er árásarstríð, sem byggir á samhæfðum loft- og landhernaði þar sem vélknúnum brynvörðum ökutækjum er beitt til að ná hraðri framsókn og halda frumkvæðinu þannig að andstæðingurinn nái ekki að skipuleggja varnir með viðunandi hætti. Leifturstríð var þróað á 4. áratug 20. aldar og var beitt á árangursríkan hátt af Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöldinni. Hugmyndin varð til eftir fyrri heimsstyrjöldina þegar augljóst var orðið að skotgrafahernaður væri ólíklegur til árangurs. Aðferðum leifturstíðs er enn beitt.
Áhrifa leifturstríðsins varð sérstaklega vart í innrásum Þjóðverja í Vestur-Evrópu, t.d. Frakkland, Holland og Belgíu, og á upphafsstigi innrásarinnar í Rússland.