Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að ESB 2016
Þjóðaratkvæðagreiðslan um aðild Bretlands að Evrópusambandinu er þjóðaratkvæðagreiðsla sem var haldin þann 23. júní 2016 í Bretlandi og Gíbraltar. Deilt var um aðild Bretlands að Evrópusambandinu frá því Bretar urðu meðlimir í Evrópubandalaginu árið 1973.
Í samræmi við stefnuyfirlýsingu Íhaldflokksins í þingkosningunum 2015 setti Breska þingið lög um að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um Evrópusambandið. Það var annað skiptið sem Bretar kusu um aðild sína í ESB, fyrstu kosningarnar voru haldnar árið 1975. Í þeirri atkvæðagreiðslu samþykktu 67% kjósenda áframhaldandi aðild Bretlands að Evrópubandalaginu. Hlutverk og eðli Evrópusambandsins höfðu breyst töluvert frá þeim tíma og ætlast er til þess að niðurstaða þessarar atkvæðagreiðslu yrðu ekki eins ótvíræð.
Þau sem styðja útgöngu Bretlands úr ESB, sem kallast Brexit í daglegu tali (blendingsorð af British og exit), halda því fram að ESB sé ólýðræðislegt og að aðild Bretlands að því grafi undir fullveldi Breta. Hins vegar halda þeir sem vilja að Bretland verði áfram í ESB því fram að kostir þess að vera í slíkum alþjóðlegum samtökum bæti upp kostnaðinn við aðild að ESB.
Niðurstöður kosninganna urðu þær að tæp 52% kusu með úrsögn en rúm 48% með áframhaldandi aðild. Meirihluti íbúa Skotlands og Norður-Írlands kusu með áframhaldandi aðild, en meirihluti í nær öllum kjördæmum Englands og Wales gegn aðild.