Fara í innihald

Þingkosningar í Bretlandi 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þingkosningarnar í Bretlandi 2024
Bretland
← 2019 4. júlí 2024 í síðasta lagi 2029 →

650 sæti á breska þinginu
326 sæti þarf fyrir meirihluta
Kjörsókn: 59,9% 7,4%
Flokkur Formaður % Sæti +/–
Verkamannaflokkurinn Keir Starmer 33,7 411 +211
Íhaldsflokkurinn Rishi Sunak 23,7 121 -251
Frjálslyndir demókratar Ed Davey 12,2 72 +64
Skoski þjóðarflokkurinn John Swinney 9,9 9 -38
Sinn Féin Mary Lou McDonald 0,7 7 0
Óflokksbundnir 2,0 6 +6
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn Gavin Robinson 0,6 5 -3
Umbótaflokkurinn Nigel Farage 14,3 5 +5
Græningjaflokkurinn Carla Denyer & Adrian Ramsay 6,8 4 +3
Plaid Cymru Rhun ap Iorwerth 0,7 4 +2
Önnur framboð 1,2 5 +2
Hér eru skráðir þeir flokkar sem náðu manni á þing.
Kort af niðurstöðum kosninganna í hverju kjördæmi

Þingkosningar fóru fram í Bretlandi 4. júlí 2024. Kosið var um 650 þingsæti í breska þinginu. Verkamannaflokkurinn undir stjórn Keir Starmer vann mikinn meirihluta þingsæta og batt þannig enda á 14 ára stjórnartíð Íhaldsflokksins.[1] Umbótaflokkurinn kom nýr inn á þing og Frjálslyndir demókratar bættu einnig við sig. Skoski þjóðarflokkurinn tapaði hins vegar flestum þingsæta sinna til Verkamannaflokksins.

Undangengið kjörtímabil hafði verið afar róstusamt í breskum stjórnmálum þar sem fjórir höfðu gegnt embætti forsætisráðherra og formanns Íhaldsflokksins. Seinastur þeirra var Rishi Sunak sem leiddi flokkinn í kosningunum. Í kjölfar ósigursins baðst hann lausnar frá embætti forsætisráðherra og tilkynnti jafnframt að hann myndi segja af sér formennsku í Íhaldsflokknum.[2] Keir Starmer gerðist því forsætisráðherra þann 5. júlí.

Þrátt fyrir stórsigur sinn í kosningunum jók Verkamannaflokkurinn aðeins lítillega við hlutfallslegt fylgi sitt miðað við kosningarnar 2019, þar sem flokkurinn galt afhroð. Þetta skýrist af kosningakerfi Bretlands, þar sem keppt er í einmenningskjördæmum, og af því hvernig atkvæðin röðuðust niður á kjördæmin.[3]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Þorgils Jónsson; Hugrún Hannesdóttir Diego; Grétar Þór Sigurðsson (4. júlí 2024). „Starmer verður forsætisráðherra eftir stórsigur Verkamannaflokksins“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.
  2. „Hættir sem formaður Íhaldsflokksins“. mbl.is. 5. júlí 2024. Sótt 5. júlí 2024.
  3. Ragnar Jón Hrólfsson (5. júlí 2024). „Unnu stórsigur með nánast jafn mörgum atkvæðum“. RÚV. Sótt 5. júlí 2024.