1924
Útlit
(Endurbeint frá Október 1924)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1924 (MCMXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 7. mars - Franska skútan Augusta strandaði í Hnappavallafjöru í Öræfum. 15 menn björguðust en einn fórst.
- 2.-5. ágúst - Fyrsta millilandaflugið á Íslandi þegar bandarískir flugmenn flugu frá Skotlandi til Íslands. 5. ágúst var lent í Reykjavík en áður var lent á Hornafirði.
- 24. ágúst - Bandalag íslenskra skáta var stofnað.
- 10. desember - Rauði krossinn á Íslandi var stofnaður.
- Bréf til Láru eftir Þórberg Þórðarson kom fyrst út.
- Kvikmyndin Hadda Padda, sem byggð er á samnefndu leikriti Guðmundar Kamban, var gerð.
- Samband ungra kommúnista var stofnað.
- Borgaraflokkurinn (eldri) var lagður niður.
Fædd
- 19. janúar - Árni Tryggvason, leikari. (d. 2023)
- 28. janúar - Karl Guðmundsson, íslenskur knattspyrnuþjálfari (d. 2012).
- 24. febrúar - Guðrún Á. Símonar, íslensk söngkona (d. 1988)
- 11. maí - Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri (d. 2023).
- 15. maí - Árni Böðvarsson, málfræðingur og orðabókarritstjóri (d. 1992).
- 17. maí - Haukur Morthens, íslenskur söngvari (d. 1992).
- 27. júní - Páll S. Árdal, heimspekingur og prófessor (d. 2003).
- 4. júlí - Sveinbjörn Beinteinsson, skáld og allsherjargoði (d. 1993).
- 7. júlí - Benedikt Gröndal, stjórnmálamaður og forsætisráðherra (d. 2010).
- 22. júlí - Elías Mar, rithöfundur og ljóðskáld (d. 2007).
- 28. júlí - Ólafía Einarsdóttir, doktor í tímatalsfræðum (d. 2017)
- 28. ágúst - Karl Guðmundsson, leikari (d. 2014)
Dáin
- 3. mars - Elka Björnsdóttir, íslensk verkakona (f. 1881)
- 10. júlí - Þórarinn B. Þorláksson, listmálari (f. 1867).
- 26. júlí - Muggur (Guðmundur Pétursson Thorsteinsson), listamaður (f. 1891).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 13. janúar - Sænska úrvalsdeildin var stofnuð í knattspyrnu.
- 21. janúar - Jósef Stalín hóf hreinsanir þegar eftir dauða Leníns til að losa sig við keppinauta.
- 22. janúar - Ramsay MacDonald varð forsætisráðherra í fyrstu ríkisstjórn Verkamannaflokksins í Bretlandi.
- 25. janúar - Vetrarólympíuleikarnir hófust í Chamonix í Frakklandi.
- 26. janúar - Petrograd (Sankti Pétursborg) fékk nafnið Leníngrad.
- 1. apríl - Adolf Hitler var dæmdur í 5 ára fangelsi fyrir bjórkjallarauppreisnina (hann sat inni í einungis 9 mánuði).
- 6. apríl - Fasistar unnu þingkosningar á Ítalíu og fengu tvo þriðju hluta atkvæða.
- 4. maí - Sumarólympíuleikarnir hófust í París.
- 10. maí - J. Edgar Hoover var gerður að yfirmanni FBI.
- 12. júlí - Bandaríkin hættu hersetu á Dómíníska lýðveldinu.
- 9. september - Átta stunda vinnuviku var komið á í Belgíu.
- 12. október - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu hófst.
- 4. nóvember - Nellie Tayloe Ross varð fyrsti kvenkyns ríkistjóri bandarísks fylkis, þ.e. í Wyoming.
- Nóvember - Grábjörn sást síðast í Kaliforníu, í Sequoia National Park.
Fædd
- 21. febrúar - Robert Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe (d. 2019)
- 3. apríl - Marlon Brando, bandarískur leikari (d. 2004).
- 16. apríl - Enrico Nicola (Henry) Mancini, tónskáld (d. 1994).
- 23. apríl - Margit Sandemo, norsk-sænskur rithöfundur (d. 2018)
- 12. júní - George H. W. Bush, 41. forseti Bandaríkjanna (d. 2018).
- 2. september - Daniel arap Moi, forseti Kenýa (d. 2020)
- 16. september - Lauren Bacall, bandarísk leikkona (d. 2014)
- 28. september - Marcello Mastroianni, ítalskur leikari (d. 1996).
- 30. september - Truman Capote, rithöfundur (d. 1984).
- 1. október - Jimmy Carter, 39. forseti Bandaríkjanna.
- 20. nóvember - Benoit Mandelbrot, pólsk- / franskur stærðfræðingur, f. í Varsjá (d. 2010)
- 29. nóvember - Erik Balling, danskur kvikmyndaleikstjóri (d. 2005).
- 2. desember - Alexander M. Haig, bandarískur hershöfðingi og utanríkisráðherra (d. 2010).
Dáin
- 21. janúar - Vladímír Lenín, sovéskur leiðtogi (f. 1870).
- 3. febrúar - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (f. 1856).
- 3. júní - Franz Kafka, tékkneskur rithöfundur (f. 1883).
- 3. ágúst - Joseph Conrad, bresk-pólskur rithöfundur (f. 1857).
- 19. september - Hannibal Sehested, forsætisráðherra Danmerkur (f. 1842).
- 12. október - Anatole France, franskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1844).
- 4. nóvember - Gabriel Fauré, franskt tónskáld (f. 1845).
- 29. nóvember - Giacomo Puccini, ítalskt tónskáld (f. 1858).
- 29. desember - Carl Spitteler, svissneskt ljóðskáld og Nóbelsverðlaunahafi (f. 1845).
- Eðlisfræði - Karl Manne Georg Siegbahn
- Efnafræði - Voru ekki veitt þetta árið
- Læknisfræði - Willem Einthoven
- Bókmenntir - Wladyslaw Stanislaw Reymont
- Friðarverðlaun - Voru ekki veitt þetta árið
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Fyrsta flugið til Íslands var hluti heimsviðburðar Vísir.is, sótt 8. maí 2024