Elías Mar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leiði Elíasar Mar í Hólavallakirkjugarði.

Elías Mar (22. júlí 192423. maí 2007) var íslenskur rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi. Foreldrar hans voru Elísabet Jónína Benediktsdóttir verkakona og Cæsar Hallbjörnsson Mar kaupmaður. Elías var fæddur og uppalinn í Reykjavík, en móðir hans lést úr bráðaberklum þegar hann var á öðru ári. Elías ólst upp hjá ömmu sinni Guðrúnu Jónsdóttur, en hún lést þegar hann var sautján ára.

Elías Mar var einn fyrsti íslenski rithöfundurinn til að skrifa samtímasögur úr Reykjavík og skáldsagan Vögguvísa er einatt talin fyrsta unglingasaga sem skrifuð hefur verið á íslensku. Einnig hefur því verið haldið fram að í skáldsögunni Man eg þig löngum komi í fyrsta skipti í íslenskum bókmenntum fram samkynhneigð sögupersóna. Sögur Elíasar hafa verið þýddar á eistnesku, esperanto, færeysku, norsku og þýsku.

Elías Mar starfaði lengst af sem prófarkalesari á Þjóðviljanum.

Verk[breyta | breyta frumkóða]

Skáldsögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Eftir örstuttan leik, 1946
 • Man eg þig löngum,1949
 • Vögguvísa, 1950 (gefin út í Þýskalandi árið 1958 undir nafninu Chibaba, chibaba: Bruchstück eines Abenteuers)
 • Sóleyjarsaga, 1954 og 1959

Smásögur[breyta | breyta frumkóða]

 • Gamalt fólk og nýtt, 1950
 • Saman lagt spott og speki, sérprentuð smásaga, 1960
 • Það var nú þá, 1985

Ljóð[breyta | breyta frumkóða]

 • Ljóð á trylltri öld, 1951
 • Speglun, 1977
 • Hinum megin við sólskinið, 1990
 • Mararbárur: úrval ljóða 1946-1998, 1999

Þýðingar[breyta | breyta frumkóða]

Auk þess þýddi Elías fjölda útvarpsleikrita og framhaldssagna fyrir útvarp

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

 • Hjálmar Sveinsson. Nýr penni í nýju lýðveldi. Omdúrman, 2007.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]