Lauren Bacall
Útlit

Lauren Bacall (f. Betty Joan Perske; 16. september 1924 – 12. ágúst 2014) var bandarísk leikkona sem sló fyrst í gegn í kvikmyndum þar sem hún lék aðalkvenhlutverkið á móti Humphrey Bogart, eins og Svefninn langi (1946). Þau giftu sig árið 1945. Á 6. áratugnum lék hún í nokkrum gamanmyndum eins og Að krækja sér í ríkan mann (How To Marry a Millionaire) með Marilyn Monroe (1953) og Tískuteiknarinn (Designing Woman) með Gregory Peck (1957). Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Tvö andlit spegilsins (The Mirror Has Two Faces) eftir Barbra Streisand (1996).

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Lauren Bacall.
