Sequoia-þjóðgarðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sequoia National Park)
General Sherman er stærsta tré í heimi.
Við Sierra Nevada fjöll.
Kort.

Sequoia-þjóðgarðurinn (enska: Sequoia National Park) er þjóðgarður í Sierra-Nevadafjöllum í Kaliforníu. Þjóðgarðurinn var stofnaður árið 1890 og er 1635 ferkílómetrar að stærð. Samstundis var skógarhöggi hætt á svæðinu. En þekktast er svæðið fyrir stærstu tré í heimi risarauðviður. Innan þjóðgarðsins er einnig Mount Whitney, hæsta fjall samfelldu Bandaríkjanna( utan Alaska og Hawaii). Granít er algeng bergtegund í Sierra Nevadafjöllum. Beint norður af Sequoiaþjóðgarðinum er annar þjóðgarður: Kings Canyon National Park. Vegir í þjóðgarðinum eru af skornum skammti.


Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Fyrirmynd greinarinnar var „Sequoia National Park“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 29. nóv. 2016.