J. Edgar Hoover

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
J. Edgar Hoover
Formaður bandarísku alríkislögreglunnar
Í embætti
10. maí 1924 – 2. maí 1972
Persónulegar upplýsingar
Fæddur1. janúar 1895
Washington, D. C., Bandaríkjunum
Látinn2. maí 1972 (77 ára) Washington, D. C., Bandaríkjunum
ÞjóðerniBandarískur
StjórnmálaflokkurRepúblikanaflokkurinn[1]
HáskóliGeorge Washington-háskóli
Undirskrift

John Edgar Hoover (1. janúar 18952. maí 1972), þekktari sem J. Edgar Hoover, var fyrsti formaður bandarísku alríkislögreglunnar (FBI, eða „Federal Bureau of Investigation“). Hann var skipaður fimmti formaður bandarísku lögrannsóknarskrifstofunnar – forvera FBI – árið 1924 og var lykilmaður í stofnun alríkislögreglunnar árið 1935. Hann var formaður hennar frá stofnun hennar til dauðadags árið 1972, þá 77 ára að aldri. Hoover á heiðurinn að því að alríkislögregla Bandaríkjanna þróaðist í miklu stærri lögsögustofnun en upphaflega var áætlað og stuðlaði að margvíslegri nútímavæðingu í lögreglurannsóknum, t.d. miðstýrðum gagnagrunn fingrafara og notkun réttarvísinda á sérstökum rannsóknarstofum.

Seint á ævi sinni og eftir dauða sinn varð Hoover afar umdeildur þegar í ljós kom að hann hafði misnotað valdastöðu sína á margvíslegan hátt á bak við tjöldin. Í ljós kom að hann hafði farið út fyrir lögsögu og hlutverk alríkislögreglunnar,[2] notað hana til að áreita pólitíska andófsmenn, safnað leyniskjölum um stjórnmálaleiðtoga[3] og safnað sönnunargögnum upp á grunaða glæpamenn með ólögmætum hætti.[4] Hoover varð því mjög valdamikill og var jafnvel í stöðu til að hóta sitjandi forsetum.[5] Samkvæmt Kenneth Ackerman, ævisöguritara Hoover, er sú hugmynd að leyniskjöl Hoover hafi komið í veg fyrir að forsetar Bandaríkjanna rækju hann ekki á rökum reist.[6] Þó er til hljóðupptaka af Richard Nixon Bandaríkjaforseta þar sem hann segist ekki þora að reka Hoover af ótta við hefnd hans.[7]

Samkvæmt Harry S. Truman Bandaríkjaforseta breytti Hoover alríkislögreglunni í leynilögreglustofnun til eigin nota. „Við viljum ekki neitt Gestapo eða leynilögreglu,“ sagði Truman. „Alríkislögreglan er á leið í þá átt. Hún er að grafa upp kynlífhneyksli og beitir hreinni og klárri fjárkúgun. J. Edgar Hoover myndi gefa á sér hægra augað til að ná völdum og allir þingmenn og þingfulltrúar eru hræddir við hann.“[1]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Anthony Summers, The secret life of J Edgar Hoover, The Guardian, 1. janúar, 2012
  2. „J. Edgar Hoover,“ Microsoft Encarta Online Encyclopedia Geymt 1 nóvember 2009 í Wayback Machine, Microsoft Corporation, 2008, sótt 21. júlí 2017.
  3. "Hoover, J. Edgar", The Columbia Encyclopedia, Columbia University Press, 2007, 6. útgáfa.
  4. Cox, John Stuart. Theoharis, Athan G. 1988. The Boss: J. Edgar Hoover and the Great American Inquisition, Temple University Press.
  5. Britannica Concise Encyclopedia, „J. Edgar Hoover“
  6. Ackerman, Kenneth, Five myths about J. Edgar Hoover, The Washington Post, 9. nóvember 2011
  7. Wines, Michael, Tape Shows Nixon Feared Hoover, The New York Times, 5. júní 1991.