Nýi garður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Nýi Garður)
Jump to navigation Jump to search

Nýi-Garður er ein af byggingum Háskóla Íslands á háskólalóðinni milli Odda og Lögbergs, gegnt Norræna húsinu. Hann var byggður sem stúdentagarður og tekinn í notkun árið 1943. Á 10. áratug 20. aldar var hlutverki hússins breytt og hýsir það nú skrifstofur kennara hugvísindasviðs auk ýmissa tengdra stofnana, s.s. Hugvísindastofnunar og tungumálamiðstöðvarinnar. Þar fer fram hluti af kennslu íslensku fyrir erlenda stúdenta.