Fara í innihald

Læknaskólinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Læknaskólinn var skóli til að mennta lækna á Íslandi sem starfaði 1876-1911. Eiginlegur læknaskóli var stofnaður 1876 og var landlæknir forstöðumaður hans. Sjúkrahús Reykjavíkur hið eldra (1866-1884) stóð þar sem nú er hús Hjálpræðishersins við Vonarstræti. Þar var Læknaskólinn til húsa til ársins 1884.

Sjúkrahús Reykjavíkur hið yngra (1884-1903) stóð við Þingholtsstræti 25 í Farsóttarhúsinu og flutti læknaskólinn þangað árið 1884. Læknaskólinn og síðan læknadeildin voru til húsa í Farsóttarhúsinu til ársins 1913. Læknaskólinn fluttist í Háskóla Íslands þegar sá skóli var stofnaður og varð ein deild háskólans. Alls luku 64 prófi frá Læknaskólanum á meðan hann starfaði.