Þjóðfræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Þjóðfræði heyrir í senn til hug- og félagsvísinda, enda fjalla þjóðfræðingar jöfnum höndum um aðstæður fólks og samfélag á hverjum tíma og svo tjáningu þess, listfengi og fagurfræði hversdagsins. Á meðal viðfangsefna þjóðfræðinnar eru sögur og sagnir, heimilis- og atvinnuhættir, trú og tónlist, siðir og venjur, hátíðir og leikir, klæðnaður og matarhættir, svo fátt eitt sé nefnt. Áhersla er lögð á hvernig fólk mótar líf sitt og umhverfi undir kringumstæðum sem það hefur ekki mótað sjálft og hvernig fólk lifir í samfélagi hvert við annað í þeim margvíslegu hópum sem það tilheyrir.

Þjóðfræði hefur verið kennd við Háskóla Íslands frá árinu 1972. Byrjað var að kenna þjóðfræði við félagsvísindadeild árið 1980, en hún varð sjálfstæð námsbraut árið 1985 og aðalgrein til BA-prófs þremur árum síðar.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Wiki letter w.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.