Femínistafélag Háskóla Íslands
Útlit
Femínistafélag Háskóla Íslands er félag nema við Háskóla Íslands sem berjast fyrir jafnrétti kynjanna. Félagið stendur fyrir reglulegum, fjölbreyttum viðburðum til að efla vitund um stöðu kynjanna í heiminum. Félagið var stofnað 21. september árið 2007.
14.–16. mars 2017 hélt félagið í fyrsta sinn Túrdaga og 19.–21. mars 2018 voru þeir haldnir í annað sinn. Þeir voru ætlaðir til að opna umræðuna um túr og túrtengd málefni. 2019 breytti félagið Túrdögum í Píkudaga til að geta fjallað um víðtækari efni tengd píkunni.
Forseti félagsins 2022–2023 er Unndís Ýr Unnsteinsdóttir.