Fara í innihald

Lyfjafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Lyfjafræði er sú heilbrigðisgrein sem tengir saman heilbrigðisvísindi og efnafræði. Lyfjafræðingum er treyst til að tryggja að sjúklingar fái rétt lyf í réttum skömmtum. Í hefðbundinni lyfjafræði er einnig fengist við að blanda og gefa lyf. Nútímalyfjafræði fæst við ýmis efni tengd umönnun sjúklinga, þar með talið klíníska þjónustu, athugun á lyfjum frá sjónarhóli öryggis og skilvirkni og upplýsingagjöf um lyf.

Lyfjafræði er kennd við Háskóla Íslands sem 3ja ára BS-nám og 2ja ára MS-nám.