Fara í innihald

Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands, skammstafað UTS (áður Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ), sem var sérstök stofnun innan HÍ með langa sögu) er tölvudeild Háskóla Íslands. Meðal verkefna stofnunarinnar í seinni tíð eru notendaþjónusta innan háskólans, uppbygging og rekstur upplýsinganets H.Í. og hönnun og smíði Uglu.

Reiknistofnun Háskóla Íslands var stofnuð 1964, þegar HÍ var gefinn „rafheili“ (sem Ármann Snævarr, þáverandi háskólarektor, taldi eina stærstu gjöf til Háskólans): tölvan IBM 1620. Í kjölfarið varð RHÍ að „reiknimiðstöð þjóðarinnar“. Þessi fyrsta tölva HÍ, og ein af fyrstu tveimur á landinu, sá um útreikninga fyrir vísindarannsóknir og fleira, og á tímabili var RHÍ reiknimiðstöð, líka fyrir utanaðkomandi, meðan tölvur í landinu voru örfáar. Í seinni tíð hefur þjónustan aðeins verið við starfsfólk (og nemendur) HÍ, eða að mestu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.