Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands
Upplýsingatæknisvið Háskóla Íslands, skammstafað UTS (áður Reiknistofnun Háskóla Íslands (RHÍ), sem var sérstök stofnun innan HÍ með langa sögu) er tölvudeild Háskóla Íslands. Meðal verkefna stofnunarinnar í seinni tíð eru notendaþjónusta innan háskólans, uppbygging og rekstur upplýsinganets H.Í. og hönnun og smíði Uglu.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Reiknistofnun Háskóla Íslands var stofnuð 1964, þegar HÍ var gefinn „rafheili“ (sem Ármann Snævarr, þáverandi háskólarektor, taldi eina stærstu gjöf til Háskólans): tölvan IBM 1620. Í kjölfarið varð RHÍ að „reiknimiðstöð þjóðarinnar“. Þessi fyrsta tölva HÍ, og ein af fyrstu tveimur á landinu, sá um útreikninga fyrir vísindarannsóknir og fleira, og á tímabili var RHÍ reiknimiðstöð, líka fyrir utanaðkomandi, meðan tölvur í landinu voru örfáar. Í seinni tíð hefur þjónustan aðeins verið við starfsfólk (og nemendur) HÍ, eða að mestu.
Tengill
[breyta | breyta frumkóða]- Vefsíða UTS (eldri úreld síða RHÍ: Geymt 19 apríl 2016 í Wayback Machine)