Vaka (stúdentahreyfing)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Vaka – félag lýðræðissinnaðra stúdenta
Merki fylkingarinnar
Stofnár 1935
Forseti Jóhann H. Sigurðsson
Varaforseti Lejla Cardaklija
Oddviti í stúdentaráði Þórhallur Valur Benónýsson
Einkennislitur Gulur
Vefsíða vaka.hi.is


Sæti í Stúdentaráði
10 / 27
Sæti í Háskólaráði
1 / 2
Sæti á Háskólaþingi
5 / 10

Vaka er félag stúdenta við Háskóla Íslands sem hefur verið starfandi frá árinu 1935. Félagið hefur ár hvert staðið fyrir framboði til Stúdentaráðs. Vaka var stofnuð árið 1935 sem viðbrögð við nýlega stofnuðum stúdentahreyfingum kommúnista og róttækra þjóðernissinna. Fyrir vikið varð undirheiti félagsins "félag lýðræðissinnaðra stúdenta". Helsti hvatamaður að stofnun Vöku og fyrsti formaður hennar var Jóhann Hafstein, síðar forsætisráðherra.[1]

Upphaf og saga Vöku[breyta | breyta frumkóða]

Vaka var stofnuð árið 1935. Stofnun þess átti sér stað á miklum umbrotaárum en á árunum áður var Félag Róttækra Háskólastúdenta stofnað, sem aðhylltist sósíalísk og kommúnísk gildi, og félag þjóðernissinnaðra Stúdenta stofnað, en það barðist fyrir þjóðernissinnuðum gildum. Svo kom til að Vaka var stofnuð, og fór þar fremstur í flokki Jóhann Hafstein, þá laganemi en síðar forsætisráðherra.

Vaka hefur þó tekið breytingum yfir tímann, en það urðu þáttaskil í starfi Vöku um miðjan 9. áratug síðustu aldar. Vaka hóf þá baráttu fyrir því að fá pólitíkina úr hagsmunabaráttu Stúdenta. En árunum á undan hafði Stúdentaráð til að mynda opinberlega stutt við Samtök Hernaðarandstæðinga sem og berist gegn Álverinu á Grundartanga.[2]

Stjórn Vöku árið 2018[breyta | breyta frumkóða]

Sem stend­ur er Vaka með minnihluta í Stúd­entaráði Há­skóla Íslands en fé­lagið hlaut 9 menn af 27 í kosn­ing­um til ráðsins.

Stjórn­ina skipa:

 • Formaður: Jóhann H. Sigurðsson
 • Vara­formaður: Lejla Cardaklija
 • Gjald­keri: Benedikt Guðmundsson
 • Ritari: Matthildur María Rafnsdóttir
 • Skemmt­ana­stýra: Helga Sigrún Hermannsdóttir
 • Útgáfu­stjóri: Eiríkur Búi Halldórsson
 • Markaðsfulltrúi: Elísabet S. Reinhardsdóttir
 • Meðstjórn­end­ur: Flóki Jakobsson, Gunnar Smári Þorsteinsson, Katrín Ásta Jóhannsdóttir og Klara Dröfn Tómasdóttir,

Fastanefndir SHÍ[breyta | breyta frumkóða]

 • Alþjóðanefnd
 • Fjölskyldunefnd
 • Fjármála- og atvinnulífsnefnd
 • Félagslífs- og menningarnefnd
 • Jafnréttisnefnd
 • Umhverfis- og samgöngunefnd
 • Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd
 • Náms- og kennslumálanefnd

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

 1. Vaka 1935-1985. Afmælisrit. Páll Björnsson (ritstjóri)
 2. Heimasíða Vöku