Framkvæmdabanki Íslands

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Framkvæmdabanki Íslands var fjárfestingabanki sem starfaði frá 1953 til 1966. Hann var stofnaður var með lögum nr. 716 sem samþykkt voru á Alþingi 2. febrúar 1953. Bankinn var sjálfstæð stofnun í eign ríkisins. Tilgangur bankans var að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Íslandi. Ríkissjóður lagði bankanum til 95 milljóna stofnfé en það voru skuldabréf fyrir lánum úr Mótvirðissjóði: skuldabréf Sogsvirkjunar 54 milljónir, skuldabréf Laxárvirkjunar 21 milljónir og skuldabréf Áburðarverksmiðjunnar 20 milljónir. Bankinn átti líka að hafa umsjón með Mótvirðissjóði og lánum sem ríkið hafði veitt. Benjamín Eiríksson var bankastjóri Framkvæmdabankans frá stofnun árið 1953 og til ársins 1965 er hann dró sig í hlé af heilsufarsástæðum.

Framkvæmdasjóður Íslands tók við öllum eignum og skuldum og ábyrgðum Framkvæmdabanka Íslands 1. janúar 1967 og öllu fé Mótvirðissjóðs.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]