Fara í innihald

Trúarbragðafræði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Ýmis trúartákn.

Trúarbragðafræði er akademísk fræðigrein og námsgrein í grunn- og framhaldsskólum, sem fjallar um trúarbrögð almennt, inntak þeirra og siði, venjur og hegðun sem tengjast trúarbrögðunum. Trúarbragðafræði ber saman ólík trúarbrögð á kerfisbundinn máta og finnur þvermenningarleg tengsl á milli þeirra. Trúarbragðafræði nálgast því viðfangsefnið ekki frá guðfræðilegu sjónarhorni heldur sagnfræðilegu, mannfræðilegu, félagsfræðilegu og sálfræðilegu sjónarmiði. Andstætt guðfræði, sem reynir að túlka vilja guðs eða guða, rannsakar trúarbragðafræði átrúnað manna frá hlutlausu sjónarhorni.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.