1867
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCLXVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1867 (MDCCCLXVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 24. júlí - Skotfélag Reykjavíkur var stofnað.
- Eldgos við Grímsvötn og Mánáreyjar.
Fædd
- 26. janúar - Þorsteinn Gíslason, skáld, ritstjóri og þýðandi.
- 14. febrúar - Þórarinn B. Þorláksson, myndlistamaður (d. 1924)
- 15. apríl - Bjarni Sæmundsson, náttúrufræðingur og kennari.
- 12. maí - Hjörtur Þórðarson (Chester H. Thordarson), var vestur-íslenskur rafmagnsverkfræðingur og uppfinningamaður.
- 11. júní - Einar Þorkelsson, rithöfundur, ritstjóri og skrifstofustjóri Alþingis.
- 1. september - Geir Sæmundsson, vígslubiskup í Hólabiskupsdæmi og prestur á Akureyri.
- 22. september - Sigurjón Friðjónsson, alþingismaður og skáld,
- 13. desember - Ingibjörg Skaptadóttir ( 1867 – 2. ágúst 1945) var íslenskur ritstjóri og kennari.
- 14. desember - Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík og alþingiskona (d. 1941)
Dáin
- 3. júlí - Bogi Thorarensen sýslumaður.
- 4. desember - Helgi G. Thordersen, biskup.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 3. febrúar - Meiji keisari varð keisari í Japan aðeins 14 ára eftir að faðir hans lést.
- 1. mars - Nebraska varð 37. fylki Bandaríkjanna.
- 30. mars - Bandaríkin keyptu Alaska fyrir 7,2 milljón Bandaríkjadali af Rússlandi.
- 16. apríl - Norður-þýska ríkjasambandið var stofnað í kjölfar stríðs Prússlands og Austurríkis árið 1866 og upplausnar þýska ríkjasambandsins.
- 7. maí - Alfred Nobel fékk einkaleyfi á dínamíti.
- 19. júní - Innrás Frakka í Mexíkó: Aftaka Maximilian 1. Mexíkókeisara.
- 1. júlí - Kanada varð til úr Kanada-svæðinu (Quebec og Ontarió), Nýja-Brúnsvík og Nova Scotia.
- 27. október - Sameining Ítalíu: Giuseppe Garibaldi hélt inn í Páfaríkið.
- 9. nóvember - Síðasti sjógun Japans lagði niður völd og færði til keisarans.
- Austurríska keisaradæmið var lagt af.
- Stjórnmálaflokkarnir Frjálslyndi flokkurinn og Íhaldsflokkurinn voru stofnaðir í Kanada.
- Knattspyrnufélögin Queen's Park F.C. í Skotlandi og Sheffield Wednesday F.C. í Englandi voru stofnuð.
- Hungursneyð hófst í Svíþjóð, síðasta hungursneyðin í Norður-Evrópu.
Fædd
- 8. janúar - Emily Greene Balch, bandarískur hagfræðingur, félagsfræðingur og friðarsinni.
- 27. febrúar - Irving Fisher, bandarískur hagfræðingur, uppfinningamaður, stærðfræðingur og tölfræðingur.
- 16. apríl - Wright-bræður|Wilbur Wright]], frumkvöðull flugs.
- 23. apríl - Johannes Andreas Grib Fibiger, danskur læknir. Hlaut læknanóbelinn 1926.
- 7. maí - Wladyslaw Reymont, pólskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1925).
- 4. júní - Carl Gustaf Emil Mannerheim, finnskur hernaðarleiðtogi og stjórnmálamaður.
- 9. júní - Frank Lloyd Wright, bandarískur arkitekt, rithöfundur og kennari.
- 28. júní - Luigi Pirandello, var ítalskt leikskáld, rithöfundur, þýðandi og ritstjóri. Nóbelsverðlaunahafi í bókmenntum árið 1934.
- 10. júlí - Maximilian von Baden, þýskur aðalsmaður, herforingi og stjórnmálamaður og kanslari Þýskalands.
- 15. júlí - Jean-Baptiste Charcot, franskur vísindamaður og landkönnuður.
- 18. júlí - Margaret Brown, eftirlifandi RMS Titanic.
- 3. ágúst - Stanley Baldwin, forsætisráðherra Bretlands.
- 12. ágúst - Edith Hamilton, þýsk-bandarískur fornfræðingur og rithöfundur.
- 13. ágúst - William A. Craigie, skoskur málfræðingur og höfundur orðabóka. Frumkvöðull í útgáfu á íslenskum rímum.
- 14. ágúst - John Galsworthy, breskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1932)
- 23. ágúst - Edgar de Wahl, baltneskur þýskukennari, stærðfræðingur og málfræðingur. Skapari tungumálsins interlingue.
- 9. september - Christian Thams, norskur arkitekt og frumkvöðull á sviði byggingariðnaðar og námavinnslu í Noregi,
- 19. september - Arthur Rackham, breskur teiknari.
- 7. nóvember - Marie Curie, pólskur eðlisfræðingur.
- 5. desember - Józef Piłsudski, pólskur stjórnmálamaður, hermarskálkur, ríkisstjóri og einræðisherra.
- 27. desember - Johannes Larsen, danskur listmálari sem myndskreytti útgáfu af Íslendingasögum.
Dáin
- 14. janúar - Jean Auguste Dominique Ingres, franskur listmálari.
- 19. júní - Maximilian 1. Mexíkókeisari.
- 25. ágúst - Michael Faraday, enskur vísindamaður.
- 31. ágúst - Charles Baudelaire, franskt skáld.
- 26. desember – József Kossics slóvenskur rithöfundur, kaþólskur prestur (f. 9. október, 1788)