Ingibjörg Skaptadóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ingibjörg Skaptadóttir (13. desember 18672. ágúst 1945) var íslenskur ritstjóri og kennari á Seyðisfirði. Hún stofnaði tímaritið Framsókn ásamt móður sinni árið 1895 og ritstýrði því til 1899, en Framsókn var fyrsta blaðið á Íslandi sem fjallaði um réttindi og stöðu kvenna.

Foreldrar Ingibjargar voru hjónin Skapti Jósefsson (1839-1905) ritstjóri Norðlings á Akureyri og Austra á Seyðisfirði og Sigríður Þorsteinsdóttir (1841-1924) ritstjóri Framsóknar og húsfreyja. Ingibjörg fæddist í Kaupmannahöfn þar sem faðir hennar var í námi en fluttist tveggja ára gömul til Íslands ásamt móður sinni.

Ingibjörg ólst upp á Akureyri en nam síðar tónlist og tungumál í Kaupmannahöfn og skrifaði bókina Kaupstaðaferðir sem kom út árið 1888. Áður en Ingibjörg stofnaði Framsókn hafði hún skrifað greinar í tímarit föður síns og var því vön ritstörfum. Hún lét sig ýmis framfaramál varða og var t.d. einn af stofnendum og fyrsti formaður kvenfélagsins Kvikk á Seyðisfirði.[1]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Merkir Íslendingar - Ingibjörg Skaptadóttir“, Morgunblaðið, 13. desember 2017 (skoðað 29. ágúst 2019)