Fara í innihald

Charles Baudelaire

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Baudelaire um 1863

Charles Pierre Baudelaire (9. apríl 182131. ágúst 1867) var franskt skáld. Auk þess að yrkja ljóð af ýmsu tagi, þar á meðal prósaljóð, fékkst hann við ritgerðaskrif, listrýni og þýðingar, þar á meðal á sögum Edgar Allan Poe. Þekktasta ljóðabók hans er Les Fleurs du mal sem kom út árið 1857. Ljóð hans höfðu mikil áhrif á heila kynslóð franskra skálda á borð við Paul Verlaine, Arthur Rimbaud og Stéphane Mallarmé. Hann vildi yrkja um skuggahliðar mannlífsins um leið og hann vegsamaði fegurðina. Áhrif hans á þróun vestræns skáldskapar eru mikil, hann má telja einn af forverum nýstefnunnar, þeirrar stefnu sem Íslendingar kenndu við atóm („atómljóð“).

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.