Hjörtur Þórðarson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hjörtur Þórðarson (Chester H. Thordarson) (18671945) var vestur-íslenskur rafmagnsverkfræðingur og uppfinningamaður. Hann fékk mörg einkaleyfi á sínum tíma, eins og til dæmis fyrir kveikispólum sem notaðar eru í bíla. Hann rak spennaverksmiðju í Chicago um 1930 sem hafði á að skipa 1500 – 1800 starfsmönnum. Hjörtur lét reisa sér veglegt sumarhús á Klettaeyju (Rock Island) í Wisconsin í Bandaríkjunum. Það er núna í eigu Wisconsin DNR sem keypti húsið af erfingjum Hjartar árið 1965.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.