Sigurjón Friðjónsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sigurjón Friðjónsson alþingismaður og skáld.

Sigurjón Friðjónsson (22. september 186726. maí 1950) var alþingismaður og skáld, fæddur á Sílalæk í Aðaldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Hann er talinn í hópi nýrómantískra skálda.

Æviágrip[breyta | breyta frumkóða]

Sigurjón lauk prófi í búfræði á Eiðum 1887 og sat á Alþingi 1918–1922. Hann tók sæti Hannesar Hafsteins í veikindum hans. Kona Sigurjóns var Kristín Jónsdóttir (1867-1928) og af börnum þeirra fetaði eitt í fótspor hans, Bragi Sigurjónsson (1910-1995), og var bæði alþingismaður og skáld. Bróðir hans Guðmundur Friðjónsson mikilvirkt skáld.

Sigurjón var lengst af bóndi á Litlu-Laugum í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu og bjó þar til dauðadags. Honum var mjög annt um menntamál og meðal annars gaf hann Alþýðuskólanum á Laugum, nú Framhaldsskólanum á Laugum, land undir skólann. Fylgdu með heitavatnsréttindi svo þetta var mjög rausnarleg gjöf. Arnór Sigurjónsson, sonur Sigurjóns, var fyrsti skólastjóri skólans.

Sigurjón orti fjölda ljóða, skrifaði smásagna og blaðagreinar, og þýddi fjölda ljóða.

Helstu útgefin ritverk[breyta | breyta frumkóða]

  • Ljóðmæli (ljóð, frumort og þýdd) (1928)
  • Skriftamál einsetumannsins (prósaljóð) (1929, endurútgefinn 1999 og aftur 2017)
  • Þar sem grasið grær (smásagnasafn) (1937)
  • Heyrði eg í hamrinum I - III (ljóð) (1939-1944)
  • Barnið á götunni (ljóð) (1943)

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]