„Icesave“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
m Tók aftur breytingar 85.220.64.68 (spjall), breytt til síðustu útgáfu Luckas-bot
Lína 69: Lína 69:
* [http://eyjan.is/blog/2010/02/10/kristrun-svarar-indrida-enginn-fullbuinn-samningur-i-desember-2008-aldrei-lagdur-fyrir-radherra/ ''Kristrún svarar Indriða: Enginn fullbúinn samningur í desember 2008, aldrei lagður fyrir ráðherra''; af Eyjunni.is 10. feb. 2010]
* [http://eyjan.is/blog/2010/02/10/kristrun-svarar-indrida-enginn-fullbuinn-samningur-i-desember-2008-aldrei-lagdur-fyrir-radherra/ ''Kristrún svarar Indriða: Enginn fullbúinn samningur í desember 2008, aldrei lagður fyrir ráðherra''; af Eyjunni.is 10. feb. 2010]
* [http://www.visir.is/article/20100210/FRETTIR01/156840387 ''Íslendingar viðurkenndu Icesave skuldbindingar í desember 2008''; af Vísi.is 10. feb. 2010]
* [http://www.visir.is/article/20100210/FRETTIR01/156840387 ''Íslendingar viðurkenndu Icesave skuldbindingar í desember 2008''; af Vísi.is 10. feb. 2010]
* [http://www.visir.is/article/20100412/VIDSKIPTI06/560351548 ''Óskiljanlegt að opnað var Icesave útibú í Amsterdam''; grein af Vísi.is 12. apríl 2010]


{{Hrunið}}
{{Hrunið}}

Útgáfa síðunnar 12. apríl 2010 kl. 15:42

Fyrri myndmerki Icesave.

Icesave var vörumerki innlánsreikninga á netinu í eigu Landsbankans sem starfaði á Bretlandi og í Hollandi. Spariþjónusta þessi stóð þar lendum viðskiptavinum til boða til ársins 2008, þegar íslenska bankakerfið hrundi í kjölfar efnahagslegrar lægðar sem staðið hafði frá byrjun árs. Alls töldu viðskiptavinir þessarar þjónustu um 350 þúsund talsins, talsvert fleiri en íslenska þjóðin. Vegna þess að um háar fjárhæðir er að ræða og nokkur lagaleg óvissa hefur ríkt um það hver beri að bæta skaðann sem varð við gjaldþrot Landsbankans hefur þróast alvarleg milliríkjadeilu á milli Íslands og Bretlands og Hollands um það hvort og þá hvernig eigi að borga fyrir reikningana.

Upphaf Icesave

Fréttablaðið sagði frá því þann 11. október 2006 [1] að Landsbankinn hefði deginum áður kynnt, það sem þeir kölluðu, nýja innlánsvöru í Bretlandi. Um væri að ræða sérsniðna sparnaðarleið ætlaða breskum almenningi sem eingöngu væri aðgengilegur á netinu. Lágmarksinnistæða á Icesave-reikningi var 250 pund og hámarksinnistæða ein miljón pund. Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, sagði við þetta tækifæri að þetta væri liður í því markmiði bankans að breyta samsetningu heildarfjármögnunar bankans og auka vægi innlána þar. Hann bætti svo við:

Það sem er sérstakt við Icesave er að við lofum föstum lágmarksviðmiðunum allt til ársins 2009 miðað við ákveðna grunnvexti sem breski seðlabankinn ákvarðar og verður þar að auki í hærri enda þeirra vaxta sem er verið að bjóða hér.[1]
 
— Sigurjón Þ. Árnason

Landsbankinn hafði þá verið á breska innlánsmarkaðnum í þrjú ár og heildarinnlán þar námu um 200 milljörðum króna, bæði frá einstaklingum og fyrirtækjum. Í ársskýrslu Landsbankans fyrir árið 2007 kom fram að sökum undirmálslánakreppunnar í Bandaríkjunum og þeirri lausafjárþurrð sem henni fylgdi hefði Landsbankinn leitast við „að styrkja verulega fjármögnunargrunn sinn og draga mjög úr vægi markaðsfjármögnunar en leggja þeim mun meiri áherslu á almenn innlán“.[2] Þar kom einnig fram að ákveðið hefði verið að hefja sem andsvar við áhyggjum markaðsgreinenda vegna vandamála íslensks efnahags árið 2006. Í lok árs 2007 höfðu 128 þúsund Icesave-reikningar verið stofnaðir.[3]

Stjórnendur

Lykilstjórnendur í Landsbankanum á því tímabili sem Icesave varð að veruleika voru þeir Sigurjón Þ. Árnason, Halldór J. Kristjánsson, Björgólfur Guðmundsson, Kjartan Gunnarsson og Þór Kristjánsson. Einnig Þorgeir Baldursson, forstjóri Odda og einn af eigendum Þórsmarkar ehf (sem er eigandi Árvakurs sem gefur út Morgunblaðið) [4] og Guðbjörg Matthíasdóttir, afhafnakona í Vestmannaeyjum. Svafa Grönfeldt kom í stað Guðbjargar er hún hætti en Svafa átti ekki þátt í stofnun Icesave. Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar, hélt því fram í Fréttablaðinu þann 21. ágúst 2009 að ríkið ætti að láta stjórnendur sæta ábyrgð og krefja þá til að borga upp í Icesave skuldirnar úr eigin vasa. [5]

Fyrir hrun

Í byrjun júli 2008 spáði Bert Heemskerk, bankastjóri Rabobank, eins stærsta banka í Hollandi, því að Landsbankinn færi á hausinn og að þeir Hollendingar sem lagt höfðu peninga sína inn Icesave-reikning bankans myndu líklega aldrei sjá þá aftur. Þessi orð lét hann falla í umræðuþætti í ríkissjónvarpi Hollands. Hann líkti Landsbankanum við tyrkneska banka, sem njóta ekki trausts í Hollandi. Þann 8. júlí sagðist Sigurjón Þ. Árnason, þáverandi bankastjóri Landsbankans, ekki skilja hvað Heemskerk gengi til með orðum sínum. Pláss væri fyrir alla á markaðnum. Hann teldi þó að Heemskerk væri að tala um litlu bankana sem hefðu að undanförnu komið sterkir inn á innlánamarkaðinn í Hollandi og ógnuðu ef til vill stöðu Rabobank. Heemskerk var harðlega gagnrýndur fyrir orð sín heima fyrir og sögðu sérfræðingar að hann væri hræddur við þá samkeppni sem framundan væri á markaði. [6]

Á fundi kröfuhafa Landsbanka Íslands 28. febrúar 2009 kom fram að þann 14. nóvember 2008 hafi andvirði innlána hjá útibúum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi numið samtals 1.330 milljörðum króna sem er um 90% vergar landsframleiðslu Íslands.[7]

Samningur um Icesave

Þann 19. október 2009 skrifaði ríkisstjórn Íslands undir samning um greiðslur vegna tjóns af völdum Icesave ásamt fulltrúum Breta og Hollendinga. Frumvarp ríkisstjórnarinnar um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinganna var samþykkt í atkvæðagreiðslu á Alþingi þann 30. desember með 33 atkvæðum gegn 30. Margir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu og voru harðorðir. Atkvæðagreiðslan tók þrjár klukkustundir. Þann 5. janúar 2010 neitaði forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, að skrifa undir lögin.[8]

Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave var haldinn þann 6. mars 2010 þar sem kosið var um eftirfarandi spurningu:

"Lög nr. 1/2010 kveða á um breytingu á lögum nr. 96/2009, um heimild til handa fjármálaráðherra, fyrir hönd ríkissjóðs, til að ábyrgjast lán Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta frá breska og hollenska ríkinu til að standa straum af greiðslum til innstæðueigenda hjá Landsbanka Íslands hf. Alþingi samþykkti lög nr. 1/2010 en forseti synjaði þeim staðfestingar.

Eiga lög nr. 1/2010 að halda gildi?"

Niðurstaða talningar yfirkjörstjórna og umdæmiskjörstjórna á landinu öllu var eftirfarandi:

2.599 svöruðu: „Já, þau eiga að halda gildi.“ 134.397 svöruðu: „Nei, þau eiga að falla úr gildi.“ Ógild atkvæði voru 7.235. Þar af voru 6.744 seðlar auðir en 491 atkvæði var ógilt af öðrum ástæðum."

Kjörsókn í kosningunum var 62,7% (37,3% sátu heima) Nei sögðu 93,2%, já sögðu 1,8%. Auðir og ógildir: 5% Nei sem hlutfall af öllum atkvæðabærum mönnum: 58,4%

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „Sækja sér bresk innlán“. Fréttablaðið. 11. október 2006.
  2. „Ársskýrsla Landsbankans 2007“ (PDF). 2008., bls 9
  3. „Ársskýrsla Landsbankans 2007“ (PDF). 2008., bls 25, 77
  4. Samruni Árvakurs og Þorsmerkur samþykktur; grein af Vísi.is 4. maí 2009
  5. Stjórnendur verði dregnir til ábyrgðar; grein í Morgunblaðinu 2009
  6. Bankastjóri hollenska bankans Rabobank úthúðar Landsbankanum; grein í Fréttablaðinu 2008
  7. Glærur - Landsbanki Íslands hf. - 20. febrúar 2009 - Kröfuhafafundur skv. 14. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. nr. 21/1991 , bls 24
  8. Þjóðaratkvæðagreiðslan: Öll atkvæði hafa verið talin. Tæplega 135 þúsund kjósendur sögðu nei.

Tenglar

Fréttir og greinar úr dagblöðum

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.