Fara í innihald

Guiyang

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd frá Guiyang borg í Guizhou héraði í Kína.
Frá Guiyang borg. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Guiyang um 6 milljónir manna.
Staðsetning Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.
Staðsetning Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.
Landakort sem sýnir legu Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.
Kort af legu Guiyang borgar í Guizhou héraði í Kína.

Guiyang (kínverska: 贵阳; rómönskun: Guìyáng; Kweiyang), er höfuðborg Guizhou héraðs í suðvesturhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin er austan megin við Yunnan-Guizhou hásléttuna og liggur við norðurbakka Nanming-fljóts, þverá Wu-fljóts. Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Guiyang um 6 milljónir manna.

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Guiyang borg er staðsett austan megin Yunnan-Guizhou hásléttunnar í suðvesturhluta Kína. Hún er í miðju Guizhou héraði, og situr við á norðurbakka Nanming-fljóts, þverár Wu-fljóts, sem að endingu sameinast Jangtse fljóti við borghéraðið Chongqing.

Borgin sem situr í um 1.100 metra hæð, nær yfir 8.034 ferkílómetra landsvæði. Hún er umkringd fjöllum og skógum. Loftslag borgarinnar er hlýtemprað, rakt og oftast milt.

Vegna staðsetningar og aðstæðna er borgin náttúruleg leiðamiðstöð, með greiðan aðgang norður til bæði héraðanna Chongqing og Sichuan og norðaustur til Hunan héraðs.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mynd frá fjármálahverfi Guiyang borgar.
Fjármálahverfi Guiyang borgar.

Byggð hefur verið þar sem Guiyang stendur nú í austan megin Yunnan-Guizhou hásléttunnar við norðurbakka Nanming-fljóts í árþúsundir. Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770–476 f.Kr.) svæðinu stjórnað af ríki Ke og hafði það náin tengsl við önnur ríki á Yunnan-Guizhou hásléttunni. Sui veldið (581–618 e.Kr.) Tangveldisins (618–907) hafði þar herstöð og stjórnsýslu undir nafninu Juzhou, en þetta voru fyrst og fremst útpóstar eða varðstöðvar. Það var ekki fyrr en með innrás hins mongólska Júanveldis í suðvestur Kína árið 1279, að svæðið, nú með nafninu Shunyuan, var gert að föstu aðsetri hers og „friðarskrifstofu“. Byggð Han kínverja á svæðinu hófst einnig á þeim tíma. Árið 1413 undir Mingveldinu (1368–1644) var Guizhou gert að héraði og höfuðborg þess, sem nú er Guiyang, var einnig kölluð Guizhou.

Guiyang varð stjórnsýslu- og verslunarmiðstöð, en allt fram að seinna stríði Kína og Japans (1937–45), var borgin höfuðborg eins minnst þróaða héraðs Kína. Eins og annars staðar í suðvestur Kína urðu töluverðar efnahagslegar framfarir á stríðstímanum. Lagðir voru þjóðvegir að Kunming borg í Yunnan héraði og við Chongqing (þá bráðabirgðahöfuðborg landsins) og til Hunan héraðs. Vinna hófst var hafin við lagningu járnbrautar frá Liuzhou í Guangxi héraði sem lauk árið 1959. Einnig var lögð járnbraut norður til Chongqing, vestur til Kunming í Yunnan héraði og austur til Changsha í Hunan héraði.

Guiyang borg hefur í kjölfarið orðið öflug héraðsborg og iðnaðarborg.

Lýðfræði[breyta | breyta frumkóða]

Kort sem sýnir svæði er hafa mikinn fjölda þjóðarbrotanna Miao (blámerkt) og Bouyei (grænmerkt).
Kort sem sýnir svæði er hafa mikinn fjölda þjóðarbrotanna Miao (blámerkt) og Bouyei (grænmerkt).

Lýðfræðilega er Guiyang borg afar fjölbreytt. Flestir íbúanna eru Han-kínverjar (um 84 prósent) auk meira en 30 annarra þjóðernisbrota. Þar á meðal Miao-fólk (um 6 prósent), Buyi þjóðarbrotið (um 5 prósent), Tujia, Dong og Hui, svo nokkuð sé nefnt.

Ólík þjóðmenning og litríkar hefðir þjóðarnbrotanna hafa áhrif á borgarbraginn.

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Guiyang 4.021.275 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 5.987.018.

Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Mynd frá Huaguoyuan hverfinu í Guiyang borg í Kína.
Huaguoyuan hverfið í Guiyang borg.

Guiyang er efnahags- og viðskiptamiðstöð Guizhou héraðs. Hún er alhliða iðnaðarborg með fjölbreytt hagkerfi og þekkt fyrir þróun auðlinda héraðsins. Í borginni er ein helsta miðstöð Kína í álframleiðslu, fosfórs og ljósleiðaraframleiðslu. Meðal annarra iðnaðarvara má nefna loft-, flug- og rafeindatækni; slípiefni; dekk; og lóðstál. Þá er ýmis konar málmvinnsla og framleiðsla véla, lyfja og matvæla.

Í kjölfar efnhagsumbóta er æ meiri áhersla á þjónustugeira atvinnulífs. Miklar fjárfestingar hafa átt sér stað í upplýsingatækni, gagnaverum, gagnanámi og vinnslu stórra gagna. Hagvöxtur borgarinnar síðustu ár verður ekki síst rakinn til þessarar upplýsingatækniþróunar

Menntir og vísindi[breyta | breyta frumkóða]

Mynd frá Búdda styttu í Guiyang borg.
Búdda stytta í Guiyang borg.

Borgin er mennta -og menningarmiðstöð Guizhou héraðs. Þar er fjöldi framhaldsskóla, háskóla og rannsóknastofnana.

Þar á meðal er hinn virti Guizhou háskóli, sem stofnaður var árið 1902 og telst í dag vera einn lykilháskóla Kína. Hann er rannsóknaháskóli með um 75.000 nemendur í 39 mismunandi skólum og á 11 vísindasviðum.

Meðal annarra háskóla má nefna Kennaraháskóla Guizhou (e. Guizhou Normal University) sem stofnaður var 1941, og Heilbrigðisháskóli Guizhou sem stofnaður var árið 1938 og kenning læknis- hjúkrunar- og lyfjafræði.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Mynd frá Douguan snarlestarstöðinni í Guiyang borg í Guizhou héraði í Kína.
Douguan snarlestarstöðin í Guiyang borg.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]