Fara í innihald

Haikou

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd frá skýjakljúfum Haikou borgar í Hainan héraði í Kína.
Skýjakljúfar Haikou borgar á Hainan eyju í Kína.
Staðsetning Haikou borgar í Hainan héraði í Kína.
Staðsetning Haikou borgar í Hainan héraði í Kína.
Landakort sem sýnir legu Haikou borgar í Hainan héraði í Kína.
Kort af legu Haikou borgar (gulmerkt) í Hainan héraði í Suður -Kína.
Mynd frá verslunargötu í Franska nýlenduhverfinu í Haikou borg á Hainan eyju í Kína.
Verslunargata í Franska nýlenduhverfinu í Haikou borg.
Mynd af Xiuying höfn í Haikou borg á Hainan eyju í Kína.
Xiuying höfn í Haikou borg.
Mynd af fiskimarkaðinum í Haikou borg á Hainan eyju í Kína.
Fiskimarkaðurinn í Haikou borg.

Haikou (kínverska: 海口; rómönskun: Hǎikǒu; Hai-k’ou), er höfuðborg og fjölmennasta borg Hainan eyju og héraðs við suðurströnd Alþýðulýðveldisins Kína. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- vísinda- menningar- og samgöngumiðstöð héraðsins. Borgin er við norðurströnd Hainan eyju, við ósa Nandu-ár. Norðurhluti borgarinnar er hverfið á Haidian-eyju, sem er aðskilið frá meginhluta Haikou með ánni Haidian, hliðarár Nandu. Haikou, sem einnig er þekkt sem „Kókoshnetuborgin“, er hitabeltisborg með góðum strandsvæðum og þægilegu loftslagi. Árið 2017 bjuggu þar um 2.3 milljónir íbúa.


Staðsetning

[breyta | breyta frumkóða]

Haikou borg er staðsett við norðurströnd Hainan eyju, við ósa Nandu-ár. Hún liggur frammi fyrir Leizhou-skaga, yfir 15 km breitt Hainan sund. Norðurhluti borgarinnar er hverfið á Haidian-eyju, sem er aðskilið frá meginhluta Haikou með ánni Haidian, sem er hliðará Nandu.

Borgin nær yfir 2.280 ferkílómetra landsvæði og liggur að Wenchang í austri, Chengmai í vestri, Ding’an í norðri og Qiongzhou-sundi í norðri.

Haikou er staðsett í hitabeltinu og er strandborg með fallegu strandsvæði og þægilegu loftslagi. Strandlengja borgarinnar er um 136 kílómetra löng. Hún er víðfeðm, samfelld og með fínan hvítan sand.

Vegna staðsetningar þykir tíminn október til maí vera besti tíminn fyrir ferðalög til Haikou. Þá er sjór rólegur og veður er notalegt. Frá maí til október er rigningartími í Haikou, gjarnan með fellibylgjum.

Haikou var byggð upp sem herstöð á 13. öld og var víggirt á tíma Mingveldisins (1368–1644).

Haikou byggðist upphaflega sem höfn fyrir Qiongshan, hina fornu stjórnsýsluhöfuðborg Hainan-eyju, sem staðsett var um 5 kílómetra inn til landsins. Höfnin er staðsett vestur af mynni Nandu, aðalfljóts Hainan. Þótt þar sé ekki góða náttúruleg höfn hefur hún alltaf þjónað sem aðalhöfn eyjunnar.

Eftir að Qiongshan borg var opnuð fyrir utanríkisviðskipti, samkvæmt Tianjin sáttmálanum (1876) fór Haikou borg að keppa við hina gömlu stjórnsýsluborg.

Haikou var síðan stofnuð sem sérstakt sýsla árið 1926 og hún náði íbúafjölda Qiongshan á þriðja áratug síðustu aldar.

Eftir hernám Japana (1939-1945) í seinna kínverska-japanska stríðinu var höfn Haikou byggð verulega upp.

Eftir seinni heimsstyrjöldina voru hafnarborgin Haikou og Hainan eyja áfram undir stjórn þjóðernissinna, þar til kommúnistar náðu eyjunni á sitt vald.

Frá árinu 1949 hefur Haikou haldið stöðu sinni sem aðalhöfn Hainan eyju og sinnt meira en helmingi heildarviðskipta eyjunnar. Hún hefur komið í stað Qiongshan sem stjórnsýsluborgar eyjarinnar. Hainan var síðan gert að héraði árið 1988 og Haikou varð héraðshöfuðborg. Síðan þá hefur Haikou upplifað tímabil mikils hagvaxta og fólksfjölgunar. Innviðir borgarinnar hafa verið bættir hratt.

Árið 2002 var loks samþykkt að sameina Haikou-borg og hina gömlu Qiongshan borg í nýja Haikou-borg.

Mynd af Haima 8S bílaframleiðandans Haima Automobile sem er með höfuðstöðvar í Haikou borg.
Haima 8S bílaframleiðandans Haima Automobile sem er með höfuðstöðvar í Haikou borg.

Matvælavinnsla er mikilvæg atvinugrein í borginni. Mikið magn landbúnaðarafurða og búfjár er flutt út frá borginni. Þá er framleiðsla gúmmívara, rafeindatækni, lyfja, véla og bifreiða, meðal helstu atvinnugreina Haikou.

Haikou er hafnarborg. Meira en helmingur viðskipta Hainan byggir á hafnarstarfssemi hennar.

Ferðaþjónusta er mikilvæg atvinugrein fyrir Hainan eyju og vaxandi fyrir Haikou borg sem er að þróast í að vera aðlaðandi strandsvæði og viðskiptamiðstöð. Markmiðið er að borgin verði lykilmiðstöð Suður-Kína fyrir ferðamennsku.

Í borginni eru margar háskólastofnanir og rannsóknarstofnanir. Þar er meðal annarra Hainan háskóli, sem er alhliða rannsóknarháskóli og telst til lykilháskóla Kína.

Mynd af Austur lestarstöðinni í Haikou borg á Hainan eyju í suður Kína.
Austur lestarstöðin í Haikou borg.
Mynd af reiðhjólastöð, en Haikou borg býður tugir þúsunda reiðhjóla gegn vægu gjaldi.
Reiðhjólastöð í Haikou, en borgin býður tugir þúsunda reiðhjóla gegn vægu gjaldi.

Haikou borg er tengd við Sanya (syðstu borg Hainan eyju) og aðrar borgir eyjunnar með hraðbrautum.

Haikou Meilan alþjóðaflugvöllurinn er með flug til annarra stórborga í Kína, sem og til Tælands, Singapúr og fleiri landa Suðaustur-Asíu.