Fara í innihald

Changsha

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mynd frá Changsha borg í Hunan héraði í Kína.Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Changsha um 10,1 milljónir manna.
Mynd frá Changsha borg í Hunan héraði í Kína.Árið 2020 bjuggu á stórborgarsvæði Changsha um 10,1 milljónir manna.
Landakort sem sýnir legu Changsha borgar í Hunan héraði í Kína.
Kort af legu Changsha borgar í Hunan héraði í Kína.

Changsha (kínverska: 长沙; rómönskun: Chángshā), er höfuðborg og fjölmennasta borg Hunan héraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hún er stjórnsýslu-, efnahags- og menningarmiðstöð héraðsins. Borgin er við Xiang-fljót og þaðan er nafn borgarinnar dregið („hinar löngu sandeyrar“). Hún er um 50 kílómetra suður af Dongting-vatni. Hún hefur mjög góðar vatnssamgöngur til suður- og suðvestur Hunan. Umbætur í efnahagsmálum Kína í átt til aukins markaðsbúskapar hafa kallað fram gríðarlegan hagvöxt í Changsha. Það hefur gert borgina að einni þróuðustu og blómlegustu borg Kína. Borgin er hátt skrifuð á sviði mennta, vísinda og rannsókna.

Árið 2020 þegar síðasta manntal var gert í Kína, var íbúafjöldi borgarkjarna Changsha 5.630.000 en íbúafjöldi undir lögsögu borgarinnar var 10.047.914.

Staðsetning[breyta | breyta frumkóða]

Mynd sem sýnir farþegamiðstöð Changsha Huanghua alþjóðaflugvallarins sem þjónar borginni og Hunan héraði í Kína.
Farþegamiðstöð Changsha Huanghua alþjóðaflugvallarins í Changsha borg.

Changsha er staðsett í norðausturhluta Hunan héraðs í suður miðhluta Alþýðulýðveldisins Kína. Borgin nær yfir 11.819 ferkílómetra landsvæði og liggur við borgirnar Yueyang og Yiyang í norðri, Loudi í vestri, Xiangtan og Zhuzhou í suðri, Yichun og Pingxiang borg í Jiangxi héraði í austri.

Changsha sem er staðsett í Xiang-árdalnum, liggur að Luoxiao-fjöllum í austri, Wuling-fjöllum í vestri og liggur við Dongting-vatni í norðri og afmarkast í suðri af Hengshan-fjöllum.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Mynd sem sýnir göngugötu Huangxing strætis í Changsha borg.
Göngugata Huangxing strætis í Changsha borg.
Mynd sem sýnir skýjakljúfa Changsha borgar í Hunan héraði í Kína.
Skýjakljúfar Changsha borgar
Mynd sem sýnir eyðileggingu Changsha borgar árið 1939. Í seinna stríði Kína og Japans (1937–45) varð borgin vettvangur þriggja stórra bardaga. Hún var nánast eyðilögð 1938–39
Í seinna stríði Kína og Japans (1937–45) varð Changsha vettvangur þriggja stórra bardaga. Borgin var nánast eyðilögð 1938–39.

Saga byggðar í Changsha nær til meira en 3.000 ára. Merkar mannlífsminjar frá frumstæðum tímabilum hafa verið uppgötvaðar á svæðinu. Á svokölluðu vor- og hausttímabili í sögu Kína (770 f.Kr. - 476 f.Kr.) þróaðist svæðið í mikilvægan bæ í miðju dalríkisins Chu-ríkis við suðurhluta Jangtsefljóts. Elsta nafn svæðisins er Qingyang. Chu-ríki var eitt af sjö stríðsríkjum sem voru til fyrir sameiningu Kína af Qin-veldinu.

Á tíma Qin-veldisins (221–207 f.Kr.) var bærinn settur upp sem fylki og varð hann valinn fyrir leiðangra Qin inn í Guangdong hérað. Á tíma Hanveldisins (206 f.Kr. – 220 e.Kr.) var svæðið nefnt Linxiang sýsla.

Svæðið var valið sem höfuðborg Changsha-ríkis í Han-ættarveldinu (206 f.Kr. - 220 e.Kr.) Svæðið fékk nafnið Changsha árið 589 þegar það varð stjórnarsetur héraðsins Tan. Eftir fall Tangveldisins (618–907) varð þar byggð höfuðborg hins sjálfstæða Chu-ríkis (927–951) sem féll að lokum til annarra nágrannaríkja, þar til það var tekið yfir af Songveldinu (960–1279). Á árunum 750 og 1100 varð Changsha varð mikilvæg verslunarborg og íbúum fjölgaði.

Á tímum Mingveldisins (1368–1644) og Tjingveldisins (1644–1912) var svæðið gert að æðsta héraði og frá 1664 var það höfuðborg Hunan héraðs. Þar dafnaði sem einn helsti hrísgrjónamarkaður Kína.

Í hinni blóðugu Taiping-uppreisn sem var borgarastyrjöld í Kína frá 1850–1864, var borgin umsetin af uppreisnarmönnunum en féll þó aldrei. Það varð upphafið að því að bæla niður uppreisnina.

Changsha borg var opnuð fyrir utanríkisviðskipti árið 1904 og mikill fjöldi Evrópubúa og Bandaríkjamanna settist þar að. Það varð einnig aðsetur nokkurra vestrænna skóla, meðal annars á sviði læknaháskóli. Frekari framþróun fylgdi langningu járnbrautar til Hankou borgar í Hubei héraði árið 1918, sem síðar var lengd til Guangzhou héraðs árið 1936. Þrátt fyrir mikla fjölgun íbúa var Changsha fyrst og fremst viðskiptaborg og fyrir 1937 var þar lítill iðnaður, fyrir utan nokkur handverksfyrirtæki.

Í seinna stríði Kína og Japans (1937–45) varð Changsha vettvangur þriggja stórra bardaga. Borgin var nánast eyðilögð 1938–39 og hún hertekin af Japönum 1944.

Changsha var endurreist eftir 1949. Frá í lokum fjórða áratugar síðustu aldar og snemma á níunda áratugnum þrefaldaðist íbúafjöldi borgarinnar.


Efnahagur[breyta | breyta frumkóða]

Mynd frá af styttu Maó Zedong í Changsha borg í Hunan héraði í Kína.
Stytta af Maó Zedong í Changsha borg.

Changsha er mikil viðskiptaborg og höndlar með hrísgrjón, bómull, timbur og búfé. Vegna góðra vatnssamgangna til suður- og suðvestur Hunan sem og þéttriðið net járnbrauta, er borgin söfnunar- og dreifingarstaður frá Hankou til Guangzhou.

Borgin mikilvæg landbúnaðarstöð frá fornu fari, sérstaklega á sviði kornframleiðslu. Það er miðstöð hrísgrjónsmölunar, olíupressunar, te- og tóbaksvinnslu og kjötvinnslu. Þá er vefnaðaiðn mikil í borginni, litun og prentun. Einnig er áburðarframleiðsla fyrir landbúnaði, og framleiðsla búnaðaráhalda og dæluvéla.

Eftir umbætur í efnahagsmálum Kína síðustu áratugina í átt til aukins markaðsbúskapar hefur orðið gríðarlegur hagvöxtur í borginni. Það hefur gert Changsha að einni þróuðustu og blómlegustu borg Kína. Lífslíkur og tekjur á hvern íbúa eru almenn hærri en meðaltali í Kína.

Mörg alþjóðafyrirtæki hafa stofnað útibú í borginni. Í borginni er einnig Hunan Broadcasting System, stærsta sjónvarp Kína á eftir Central Central Television (CCTV).

Á sjöunda áratug síðustu aldar var byggð upp stóriðja í borginni. Changsha var að einni helstu miðstöð áliðnaðar Kína. Í borgin er einnig framleitt sement, gúmmí, keramik og pappír. Kol eru unnin í nágrenninu.

Vísindi og menntir[breyta | breyta frumkóða]

Mynd sem frá háskólasvæði Mið-Suður-háskólans í Changsha borg.
Mið-Suður-háskólinn í Changsha borg.

Það er ekki síst á sviði nýsköpunar- og þróunar sem Changsha hefur blómstrað. Borgin keppir alþjóðlega við stórborgir í heimi vísindarannsókna. Þar er yfir 100 rannsóknarstofnanir og tilraunstofur. Changsha var aðsetur margra skóla og háskóla, og virtra vísindastofnana. Þar á meðal Hunan háskóli, Miðsuður háskólinn, Hunan kennsluháskólinn, Vísinda- og tækniháskóli Changsha og Landbúnaðarháskóli Hunan.


Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]