Fara í innihald

Íhaldsflokkurinn (Bretland)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Íhaldsflokkur Bretlands)
Íhaldsflokkurinn
Conservative and Unionist Party
Leiðtogi Kemi Badenoch
Formaður Richard Fuller
Framkvæmdastjóri Stephen Massey
Stofnár 1834; fyrir 190 árum (1834)
Höfuðstöðvar 4 Matthew Parker Street, London SW1H 9HQ
Stjórnmálaleg
hugmyndafræði
Íhaldsstefna
Einkennislitur Blár  
Sæti á neðri þingdeild
Sæti á efri þingdeild
Vefsíða conservatives.com

Flokkur íhaldsmanna og sambandssinna (enska: Conservative & Unionist Party) sem er betur þekktur sem Íhaldsflokkurinn (Conversative Party) er breskur stjórnmálaflokkur. Hann var á rætur að rekja aftur til ársins 1678 en var formlega stofnaður árið 1834. Í daglegu tali eru þeir oft kallaðir Tories.

Helstu stefnur flokksins eru íhaldsstefna, bresk sambandsstefna, frjálslynd íhaldsstefna og thatcherismi.

Winston Churchill og Margaret Thatcher voru forsætisráðherrar fyrir flokkinn.

Íhaldsflokkurinn var síðast við völd í Bretlandi á fjórtán ára tímabili frá 2010 til 2024. Á þessum tíma lenti flokkurinn í fyrsta sæti í fernum kosningum í röð, árin 2010, 2015, 2017 og 2019. Innanflokksdeilur, einkum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og framkvæmd hennar, stuðluðu á þessum tíma til tíðra leiðtogaskipta Íhaldsflokksins, sem leiddi til þess að frá 2010 til 2024 átti Bretland fimm forsætisráðherra (David Cameron, Theresu May, Boris Johnson, Liz Truss og Rishi Sunak) úr flokknum. Íhaldsflokkurinn galt afhroð í þingkosningum ársins 2024 og er nú í stjórnarandstöðu.[1]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Hættir sem formaður Íhaldsflokksins“. mbl.is. 5. júlí 2024. Sótt 5. júlí 2024.
  Þessi stjórnmálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.