Fara í innihald

Náðun

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Sakaruppgjöf)

Náðun er ákvörðun ríkisvalds um niðurfellingu á refsingu sem einstaklingur hefur hlotið að hluta til eða öllu leyti. Oftast er það þjóðhöfðingi sem veitir náðun en misjafnt er milli landa hvort þjóðhöfðingi geti veitt náðun að eigin frumkvæði eða ekki. Í 29. grein stjórnarskrár er kveðið á um að forseti geti náðað fólk og ákveðið að fella niður saksókn á hendur einstaklingum. Á Íslandi er starfrækt svokölluð náðunarnefnd sem tekur við náðunarbeiðnum og tekur ákvörðun um hvort veita eigi náðun. Ef náðunarnefnd samþykkir beiðnina þá skrifar forseti Íslands upp á náðunarbréf og einstaklingur hlýtur náðun [1] [2]. Algengt er að forseti Bandaríkjanna náði fjölda einstaklinga í lok forsetatíðar sinnar en sú hefð hefur lengi verið umdeild. Fræðilega séð getur forseti Íslands náðað einstaklinga að eigin frumkvæði en óhætt er að segja að slíkt geti valdið deilum.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Náðun“. www.stjornarradid.is. Sótt 26. ágúst 2024.
  2. „33/1944: Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands“. Alþingi. Sótt 26. ágúst 2024.