Fara í innihald

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024

← 2020 5. nóvember 2024 2028 →
Kjörsókn63,9% ( 2,7%)
 
Forsetaefni Donald Trump Kamala Harris
Flokkur Repúblikana­flokkurinn Demókrata­flokkurinn
Heimafylki Flórída Kalifornía
Varaforsetaefni JD Vance Tim Walz
Atkvæði kjörmannaráðs 312 226
Fylki 31 + ME-02 19 + DC + NE-02
Atkvæði 77.297.721[1] 75.009.338[1]
Prósenta 49,9% 48,4%

Úrslit kosninganna. Litirnir tákna sigurvegara í hverju fylki (rauður = Trump/Vance; blár = Harris/Walz). Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna á hvert fylki.

Forseti fyrir kosningu

Joe Biden
Demókrataflokkurinn

Kjörinn forseti

Donald Trump
Repúblikanaflokkurinn

Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram þann 5. nóvember árið 2024. Kosið var um forseta og varaforseta til fjögurra ára. Donald Trump, fyrrum forseti Bandaríkjanna, var í framboði fyrir Repúblikanaflokkinn og Kamala Harris, þáverandi varaforseti Bandaríkjanna fyrir Demókrataflokkinn.

Joe Biden, sitjandi forseti úr Demókrataflokknum, sem að hafði verið í embætti eftir sigur í kosningunum 2020 hugði á endurkjör og tryggði sér útnefningu flokksins með 87.1% atkvæða, en dró framboð sitt til baka þann 21. júlí 2024 eftir mikla umræðu um aldur hans og getu til embættisins.[2] Kamala Harris, varaforseti Bidens tryggði sér svo útnefningu flokksins þann 23. júlí.[3][4]

Donald Trump var kjörinn 47. forseti Bandaríkjanna og verður annar forsetinn í sögunni til að sitja sem forseti tvö aðskilin kjörtímabil, á eftir Grover Cleveland á nítjándu öld.[5] JD Vance var kjörinn 50. varaforseti Bandaríkjanna. Þrátt fyrir þetta þá var Kamala Harris að leiða nánast allar skoðanakannanirnar fyrir kosningarnar, þrátt fyrir að tapa með einu og hálfu prósenti, og því komu niðurstöðurnar mörgum í opna skjöldu. Tímamörk á embættissetu forseta er tvö kjörtímabil og því verður Donald Trump ekki kjörgengur til endurkjörs 2028.

Joe Biden var kjörinn forseti í forsetakosningunum 2020 eftir sigur á Donald Trump þáverandi forseta Bandaríkjanna. Miklir eftirmálar urðu af kosningunum og má þar nefna ítrekaðar tilraunir Trumps til að snúa við úrslitum kosninganna, árásina á Bandaríkjaþing 6. janúar 2021. Trump lýsti yfir framboði á ný þann 14. nóvember 2022, sex dögum eftir miðkjörtímabilskosningarnar þar sem Repúblikanar endurheimtu meirihlutann í fulltrúadeildinni. Þetta þótti sérstakt þar sem að Trump tapaði harkalega fyrir Biden í kosningunum 2020.

Meðal demókrata sem að sóttust eftir tilnefningu flokksins voru Joe Biden, Marianne Williamson, Robert F. Kennedy yngri, Dean Phillips og Jason Palmer. Kennedy dró framboð sitt til baka og ákvað frekar að sækjast eftir því að vera óflokksbundinn frambjóðandi. Joe Biden endaði á því að vinna tilnefningunna með 87% atkvæða.

Meðal repúblikana sem að sóttust eftir tilnefningu flokksins voru Donald Trump, Mike Pence, Ron DeSantis, Vivek Ramaswamy, Nikki Haley, Chris Christie og Tim Scott. Öll þeirra drógu framboð sín til baka fyrir utan Trump og Haley. Trump endaði á því að vinna tilnefningunna með 76.4% atkvæða.

Ef Biden hefði haldið framboði sínu áfram hefðu kosningarnar 2024 verið í fyrsta sinn síðan árið 1956 sem að sömu frambjóðendur mætast öðru sinni og í fyrsta skipti síðan árið 1912 sem sitjandi forseti mætir fyrrum forseta. Ef Trump vinnur kosningarnar verður hann ekki kjörgengur í forsetakosningunum 2028 þar sem tímamörk forsetaembættisins er tvö kjörtímabil. Vinni Trump kosningarnar yrði það jafnframt í annað sinn í sögunni sem fyrrum forseti Bandaríkjanna nær kjöri á ný en sá eini sem hefur náð því er Grover Cleveland sem sigraði forsetakosningarnar 1892 eftir að hafa tapað endurkjöri í kosningunum 1888.[6]

Fyrstu kappræður kosninganna fóru fram þann 27. júní 2024 á CNN, þar sem að Biden og Trump tókust á. Eftir kappræðurnar fór fram umræða um hæfni Bidens til þess að bjóða sig aftur fram, en daginn eftir tilkynnti hann að hann ætlaði ekki að taka framboð sitt til baka, þrátt fyrir áskoranir þess efnis.[7] Þann 11. júlí 2024 kom upp atvik þar sem Biden kynnti óvart Vlododymir Zelenskyj forseta Úkraínu sem Vladímír Pútín og síðar um kvöldið hélt hann aðra ræðu þar sem hann sagði óvart að Trump væri varaforseti Bandaríkjanna. Báðar þessar ræður vöktu upp frekari spurningar um hvort Biden geti haldið áfram framboði og hvöttu margir hann til að draga framboð sitt til baka.

Þann 13. júlí 2024 var framið banatilræði á Donald Trump á kosningafundi hans í Pennsylvaníuríki. Trump fékk skot í eyrað og var mjög nálagt því að vera myrtur. Sá sem að framkvæmdi banatilræðið hét Thomas Matthew Crooks og var 20 ára Repúblikani. Hann var drepinn strax eftir árásina. Joe Biden fordæmi árásina og kallaði eftir frekari öryggisráðstöfunum á kosningafundunum hjá þeim báðum.

Biden dró að endingu framboð sitt til baka þann 21. júlí 2024 og lýsti yfir eindrægnum stuðningi við varaforseta sinn, Kamölu Harris sem að tilkynnti framboð sitt sama dag og einungis tveimur dögum seinna, þann 23. júlí hafði hún tryggt sér útnefningu flokksins.[2] Joe Biden er því fyrsti forsetinn sem að býður sig ekki fram til endurkjörs síðan Lyndon B. Johnson í kosningunum 1968. Einnig er þetta einsdæmi um frambjóðanda sem að hættir við framboð svo seint í kosningabaráttunni. Donald Trump var ekki sáttur við breytinguna á forsetaefnunum í Demókrataflokknum og lagði til að greiða þurfti Repúblikanaflokknum fyrir skiptin vegna þess að þeir eyddu of miklum pening í að berjast á móti Biden.[8] Þann 6. ágúst 2024 tilkynnti Kamala að Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota yrði varaforsetaefni sitt.

Fyrstu og einu kappræðurnar á milli Harris og Trumps fóru fram 10. september á ABC News. Nánast allar skoðanakannanir eftir kappræðurnar sýndu að kjósendur þóttu Kamala standa sig betur.[9] Daginn eftir kappræðurnar tilkynnti Kamala að hún vildi að fleiri kappræður færu fram á milli þeirra, en Trump tilkynnti í kjölfarið að hann hefði ekki áhuga á fleiri kappræðum. Varaforsetakappræður á milli Walz og Vance fóru fram 1. október á CBS News. Það er vilji margra að halda aðrar kappræður á milli þeirra Trump og Harris en Trump hefur hafnað öllum boðum um aðrar kappræður. [10]

Þann 15. september var framið annað banatilræði á Trump þar sem að Ryan Wesley Routh skaut nokkrum skotum að Trump er hann var að spila golf í Flórída. Engin skot fóru í Trump og var hann því ekki skaddaður.[11]

Kosningarnar fóru að lokum fram 5. nóvember 2024 þar sem Trump sigraði og var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann tekur við embætti 20. janúar 2025.

Kamala Harris, forsetaframbjóðandi
Tim Walz, varaforsetaefni

Demókrataflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Prófkjör sem að fóru fram í janúar til júní 2024

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sigurvegari: Joe Biden, sitjandi forseti frá 2021; dró framboð sitt til baka 21. júlí 2024.
    • Varaforsetaefni: Kamala Harris, sitjandi varaforseti frá 2021; ekki lengur varaforsetaefni 21. júlí 2024. Forsetaefni frá 23. júlí 2024.
  • Marianne Williamson, rithöfundur; dró framboð til baka 11. júní 2024.
  • Jason Palmer, fjárfestir; dró framboð til baka 15. maí 2024.
  • Dean Phillips, fulltrúi í MN-03; dró framboð til baka 6. mars 2024.
  • Robert F. Kennedy yngri, lögfræðingur; dró framboð til baka 9. október 2023.

Þann 19. janúar 2022 tilkynnti Biden að Harris myndi aftur verða varaforsetaefni hans í kosningunum. Haldnar voru tvær minni kappræður fyrir flokkinn dagana 8. og 12. janúar þar sem að Biden mætti ekki. Flokksþing Demókrataflokksins fór fram dagana 19. til 22. ágúst 2024, þar sem að Kamla var endanlega staðfest sem forsetaefnið. Biden dró framboð sitt til baka þann 21. júlí og lýsti yfir stuðningi við Kamölu Harris í embætti forseta, sem að tryggði sér svo útnefningu flokksins 23. júlí.

Repúblikanaflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]
Donald Trump, forsetaframbjóðandi
JD Vance, varaforsetaefni
  • Sigurvegari: Donald Trump, forseti Bandaríkjana frá 2017 til 2021. Kjörinn forseti Bandaríkjanna.
  • Varaforsetaefni: JD Vance, öldungardeildarþingmaður frá Ohio. Kjörinn varaforseti Bandaríkjanna.

Haldnar voru fimm kappræður fyrir flokkinn á tímabilinu 23. ágúst 2023 til 10. janúar 2024. Flokksþing Repúblikanaflokksins fór fram dagana 15. til 18. júlí 2024 þar sem Trump tilkynnti JD Vance sem varaforsetaefni sitt en hann var áður búinn að lýsa því yfir að hann hygðist ekki velja Mike Pence sem varaforsetaefnið sitt á ný, eftir að Trump var ábyrgur fyrir banatilræði stuðningsmanna sinna á Pence þann í árásinni á bandaríkjaþing þann 6. janúar 2021.

Frjálslyndi flokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Chase Oliver var tilnefndur frambjóðandi flokksins þann 26. maí 2024 á ráðstefnu flokksins, en áður bauð hann sig fram í þingkosningunum í Georgíuríki árið 2022. Flokkurinn bauð fram í 37 fylkjum í Bandaríkjunum.

Græningjaflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Þann 9. nóvember 2023 tilkynnti Jill um framboð og þann 26. maí 2024 náði Jill Stein tilnefningu Græningjaflokksins, en hún var einnig frambjóðandi flokksins í kosningunum 2012 og 2016.[12] Græni flokkurinn bauð fram í 22 fylkjum í Bandaríkjunum.

Sjálfstætt framboð Cornels West

[breyta | breyta frumkóða]

Cornel West ætlaði upphaflega að bjóða sig fram sem forsetaefni Fólksflokksins og svo seinna Græningjaflokksins, en endaði á því að vera sjálfstæður frambjóðandi.

Önnur framboð

[breyta | breyta frumkóða]

Auk þess voru aðrir flokkar í framboði sem að náðu ekki tilskyldum meðmælum til þess að vera á kjörseðlum allstaðar, en þar má nefna Bandaríski samstöðuflokkurinn, Samþykkjunar atkvæðagreiðsluflokkurinn, Stjórnlagaflokkurinn, Græni flokkurinn í Alaska, Bandaríski sjálfstæðisflokkurinn, Bannflokurinn, Flokkur sósíalisma og frelsis, Marijúnalögleiðsluflokkurinn, Pírataflokkurinn, Bandaríski sósíalistaflokkurinn, Sósíalista jafnréttisflokkurinn, Sósíalista verkamannaflokkurinn, Transhúmanistaflokkurinn og Sameiningarflokkur Ameríku.

Aflýst framboð Roberts F. Kennedy yngri

[breyta | breyta frumkóða]
  • Forsetaefni: Robert F. Kennedy Jr., lögfræðingur; dró framboð til baka 23. ágúst 2024.
    • Varaforsetaefni: Nicole Shanahan, lögmaður; dró framboð til baka 23. ágúst 2024.

Robert F. Kennedy Jr., sonur Robert F. Kennedy, forsetaframbjóðanda Demókrata og bróðir John F. Kennedy, hafði upphaflega sóst eftir tilnefningu Demókrataflokksins og tilkynnti um framboð 19. apríl 2023, og ætlaði á móti Biden. Þann 9. október 2023 tilkynnti Robert að hann ætlaði frekar að vera með sjálfstætt óflokkskipt framboð. Hann mældist fljótlega með gott fylgi í skoðanakönnunum og var með hæsta fylgi þriðja flokks frambjóðanda í skoðanakönnunum síðan Ross Perot í kosningum 1992 og 1996. Þann 23. ágúst 2024 dró Robert framboð sitt til baka og lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Þetta þótti mjög umdeilt þar sem að hann hafði viku áður beðið um sæti í ríkisstjórn Kamölu Harris.[13] Þetta þótti líka mjög umdeildt í Kennedy fjölskyldunni sem að upphaflaga studdi ekki sjálfstætt framboð hans og studdu Biden og síðan Kamölu í staðinn. Einnig voru margir í fjölskyldunni sem að töluðu illa um hann í viðtölum og voru langflest í fjölskyldunni ósátt við að hann hafði lýsti yfir stuðningi við Trump. Robert er fyrsti meðlimurinn í Kennedy fjölskyldunni til þess að vera Repúblikani.[14]

Aflýst framboð Kanye Wests

[breyta | breyta frumkóða]
  • Forsetaefni: Kanye West, tónlistarmaður; dró framboð til baka 20. október 2023.

Raparinn Kanye West eða Ye sem að bauð sig fram í kosningum 2020 fyrir Afmælisflokkinn, tilkynnti framboð til forseta árið 2024 þann 20. nóvember 2022 en dró framboð sitt síðan til baka þann 20. október 2023.

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. 1,0 1,1 „2024 Presidential Election Results“. Associated Press. 19. desember 2024. Sótt 19. desember 2024.
  2. 2,0 2,1 Eiður Þór Árnason (21. júlí 2024). „Joe Biden dregur fram­boð sitt til baka“. Vísir. Sótt 21. júlí 2024.
  3. Gísladóttir, Hólmfríður (23. júlí 2024). „Hefur tryggt sér nógu marga kjörmenn til að hljóta út­nefninguna - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2024.
  4. Maureen Chowdhury (12. mars 2024). „Live updates: Biden and Trump secure their parties' presidential nominations“. CNN (enska).
  5. Ragnarsson, Samúel Karl Ólason,Jón Þór Stefánsson,Tómas Arnar Þorláksson,Rafn Ágúst (11. maí 2024). „Vaktin: For­seta­kosningar í Banda­ríkjunum - Vísir“. visir.is. Sótt 6. nóvember 2024.
  6. DeSilver, Drew. „A Biden-Trump faceoff in 2024 wouldn't be the first presidential rematch“. Pew Research Center.
  7. „Threads“. www.threads.net. Sótt 29. júní 2024.
  8. Pétursson, Vésteinn Örn (22. júlí 2024). „Trump hafi „misst kúlið" í kjöl­far á­kvörðunar Bidens - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2024.
  9. Edwards-Levy, Ariel (11. september 2024). „CNN Flash Poll: Majority of debate watchers say Harris outperformed Trump onstage | CNN Politics“. CNN (enska). Sótt 17. september 2024.
  10. Kjartansson, Kjartan (9. desember 2024). „Hafnar frekari kapp­ræðum við Har­ris - Vísir“. visir.is. Sótt 24. október 2024.
  11. „Trump International Golf Club shooting“, Wikipedia (enska), 17. september 2024, sótt 17. september 2024
  12. Ólason, Samúel Karl (11. september 2023). „Jill Stein gerir aðra at­lögu að Hvíta húsinu - Vísir“. visir.is. Sótt 23. júlí 2024.
  13. Gabbatt, Adam (15. ágúst 2024). „RFK Jr tried to meet with Kamala Harris to propose cabinet job – reports“. The Guardian (bresk enska). ISSN 0261-3077. Sótt 23. ágúst 2024.
  14. „NBC News - Kennedy family members endorse Biden over RFK Jr“.