Fara í innihald

Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2000

← 1996 7. nóvember 2000 2004 →
Kjörsókn54,2% ( 2,5%)
 
Forsetaefni George W. Bush Al Gore
Flokkur Repúblikana­flokkurinn Demókrata­flokkurinn
Heimafylki Texas Tennessee
Varaforsetaefni Dick Cheney Joe Lieberman
Atkvæði kjörmannaráðs 271 266
Fylki 30 20 + DC
Atkvæði 50.456.002 50.999.897
Prósenta 47,9% 48,4%

Úrslit kosninganna. Litirnir tákna sigurvegara í hverju fylki (rauður = Bush/Cheney; blár = Gore/Lieberman). Tölurnar segja til um fjölda kjörmanna á hvert fylki.

Forseti fyrir kosningu

Bill Clinton
Demókrataflokkurinn

Kjörinn forseti

George W. Bush
Repúblikanaflokkurinn

Forsetakosningar í Bandaríkjunum fóru fram þann 7. nóvember árið 2000. Helstu frambjóðendurnir í kosningunum voru Al Gore, sitjandi varaforseti Bandaríkjanna úr Demókrataflokknum, og George W. Bush, sitjandi fylkisstjóri Texas úr Repúblikanaflokknum. Kosningarnar voru með þeim naumustu og umdeildustu í sögu Bandaríkjanna og þeim lauk með því að Bush var kjörinn forseti með naumum meirihluta í kjörmannaráðinu þrátt fyrir að Gore hefði hlotið um 300.000 fleiri atkvæði á landsvísu.[1][2][3][4]

Á kosninganótt var enn ekki ljóst hvort Bush eða Gore hefði unnið kosningarnar þar sem ekki hafði verið skorið úr um sigurvegara í Flórída, en án þeirra 25 kjörmanna sem sigurvegara var úthlutað í fylkinu voru hvorki Bush né Gore með meirihluta í kjörmannaráðinu. Í fyrstu talningum á atkvæðum frá Flórída var Bush með aðeins 537 atkvæða forskot á Gore, eða aðeins 0,009 % mismun. Allt stefndi því í að endurtalning á atkvæðum færi fram í Flórída, en Bush kærði þá ákvörðun til Hæstaréttar Bandaríkjanna. Þann 12. desember 2000 kvað Hæstirétturinn upp úrskurð sinn í málinu Bush gegn Gore þar sem meirihlutaálit fimm dómara gegn fjórum kvað á um að endurtalningin skyldi stöðvuð. Þar með var hinn naumi sigur Bush í fylkinu staðfestur og sömuleiðis sigur hans í kosningunum öllum.[5] Bush hlaut 271 kjörmenn, aðeins einum fleiri en þarf til að tryggja sér meirihluta.

Kosningarnar 2000 voru fyrsta skipti frá árinu 1888 sem sigurvegari í bandarískum forsetakosningum vann þrátt fyrir að hafa hlotið færri atkvæði á landsvísu en andstæðingur sinn. Þetta átti næst eftir að gerast í forsetakosningunum 2016.

Repúblikanaflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Frambjóðendur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sigurvegari: George W. Bush, fylkisstjóri Texas (1995–2000)
    • Varaforsetaefni: Dick Cheney, varnarráðherra Bandaríkjanna (1989–1993)
  • Alan Keyes; dró framboð til baka þann 25. júlí 2000
  • John McCain, öldungadeildarþingmaður fyrir Arizona (1987–2018); dró framboð til baka þann 9. mars 2000
  • Steve Forbes, kaupsýslumaður; dró framboð til baka þann 10. febrúar 2000
  • Gary Bauer; dró framboð til baka þann 4. febrúar 2000
  • Orrin Hatch; öldungadeildarþingmaður fyrir Utah (1977–2019); dró framboð til baka þann 26. janúar 2000
  • Pat Buchanan; dró framboð til baka þann 25. október 1999
  • Elizabeth Dole, vinnuráðherra Bandaríkjanna (1989–1990); dró framboð til baka þann 29. október 1999

Demókrataflokkurinn

[breyta | breyta frumkóða]

Frambjóðendur

[breyta | breyta frumkóða]
  • Sigurvegari: Al Gore, varaforseti Bandaríkjanna (1993–2001)
  • Bill Bradley, öldungadeildarþingmaður fyrir New Jersey (1979–1997); dró framboð til baka þann 9. mars 2000

Niðurstöður

[breyta | breyta frumkóða]
Fylki George W. Bush Al Gore Ralph Nader Pat Buchanan Harry Browne Howard Phillips John Hagelin Aðrir
Alabama 56,48% 41,57% 1,10% 0,38% 0,35% 0,05% 0,03% 0,04%
Alaska 58,62% 27,67% 10,07% 1,82% 0,92% 0,21% 0,32% 0,37%
Arizona 51,02% 44,73% 2,98% 0,81% 0,01% 0,07% 0,38%
Arkansas 51,31% 45,86% 1,46% 0,80% 0,30% 0,15% 0,12%
Kalifornía 41,65% 53,45% 3,82% 0,41% 0,42% 0,16% 0,10% 0,00%
Colorado 50,75% 42,39% 5,25% 0,60% 0,73% 0,08% 0,13% 0,07%
Connecticut 38,44% 55,91% 4,42% 0,32% 0,24% 0,66% 0,00% 0,00%
Delaware 41,90% 54,96% 2,54% 0,24% 0,24% 0,06% 0,03% 0,03%
Washington, D.C. 8,95% 85,16% 5,24% 0,33% 0,32%
Flórída 48,85% 48,84% 1,63% 0,29% 0,28% 0,02% 0,04% 0,05%
Georgía 54,67% 42,98% 0,52% 0,42% 1,40% 0,01% 0,00%
Hawaii 37,46% 55,79% 5,88% 0,29% 0,40% 0,09% 0,08%
Idaho 67,17% 27,64% 2,45% 1,52% 0,70% 0,29% 0,23% 0,00%
Illinois 42,58% 54,60% 2,19% 0,34% 0,25% 0,00% 0,04% 0,00%
Indiana 56,65% 41,01% 0,84% 0,77% 0,71% 0,01% 0,01% 0,00%
Iowa 48,22% 48,54% 2,23% 0,44% 0,24% 0,05% 0,17% 0,11%
Kansas 58,04% 37,24% 3,37% 0,69% 0,42% 0,12% 0,13%
Kentucky 56,50% 41,37% 1,50% 0,27% 0,19% 0,06% 0,10% 0,01%
Louisiana 52,55% 44,88% 1,16% 0,81% 0,17% 0,31% 0,06% 0,06%
Maine 43,97% 49,09% 5,70% 0,68% 0,47% 0,09% 0,00%
ME-1 42,59% 50,52% 5,82% 0,57% 0,42% 0,07% 0,00%
ME-1 45,56% 47,43% 5,56% 0,81% 0,53% 0,11% 0,00%
Maryland 40,18% 56,57% 2,65% 0,21% 0,26% 0,05% 0,01% 0,07%
Massachusetts 32,50% 59,80% 6,42% 0,41% 0,61% 0,11% 0,15%
Michigan 46,15% 51,28% 1,99% 0,04% 0,39% 0,09% 0,06%
Minnesota 45,50% 47,91% 5,20% 0,91% 0,22% 0,13% 0,09% 0,04%
Mississippi 57,62% 40,70% 0,82% 0,23% 0,20% 0,33% 0,05% 0,06%
Missouri 50,42% 47,08% 1,63% 0,42% 0,32% 0,08% 0,05%
Montana 58,44% 33,36% 5,95% 1,39% 0,42% 0,28% 0,16% 0,00%
Nebraska 62,25% 33,25% 3,52% 0,52% 0,32% 0,07% 0,07%
NE-1 58,90% 35,92% 4,17% 0,55% 0,31% 0,07% 0,08%
NE-2 56,92% 38,52% 3,68% 0,37% 0,40% 0,06% 0,06%
NE-2 71,35% 24,94% 2,66% 0,66% 0,25% 0,07% 0,07%
Nevada 49,52% 45,98% 2,46% 0,78% 0,54% 0,10% 0,07% 0,54%
New Hampshire 48,07% 46,80% 3,90% 0,46% 0,48% 0,06% 0,01% 0,21%
New Jersey 40,29% 56,13% 2,97% 0,22% 0,20% 0,04% 0,07% 0,09%
New Mexico 47,85% 47,91% 3,55% 0,23% 0,34% 0,06% 0,06%
New York 35,23% 60,21% 3,58% 0,46% 0,11% 0,02% 0,36% 0,03%
Norður-Karólína 56,03% 43,20% 0,30% 0,42% 0,04%
Norður-Dakóta 60,66% 33,06% 3,29% 2,53% 0,23% 0,13% 0,11%
Ohio 49,97% 46,46% 2,50% 0,57% 0,29% 0,08% 0,13% 0,00%
Oklahoma 60,31% 38,43% 0,73% 0,53%
Oregon 46,52% 46,96% 5,04% 0,46% 0,49% 0,14% 0,17% 0,22%
Pennsylvanía 46,43% 50,60% 2,10% 0,33% 0,23% 0,29% 0,02%
Rhode Island 31,91% 60,99% 6,12% 0,56% 0,18% 0,02% 0,07% 0,15%
Suður-Karólína 56,84% 40,90% 1,46% 0,25% 0,35% 0,12% 0,07%
Suður-Dakóta 60,30% 37,56% 1,05% 0,53% 0,56%
Tennessee 51,15% 47,28% 0,95% 0,20% 0,21% 0,05% 0,03% 0,12%
Texas 59,30% 37,98% 2,15% 0,19% 0,36% 0,01% 0,00%
Utah 66,83% 26,34% 4,65% 1,21% 0,47% 0,35% 0,10% 0,05%
Vermont 40,70% 50,63% 6,92% 0,74% 0,27% 0,05% 0,07% 0,61%
Virginía 52,47% 44,44% 2,17% 0,20% 0,55% 0,07% 0,01% 0,10%
Washington-fylki 44,58% 50,16% 4,14% 0,29% 0,53% 0,08% 0,12% 0,11%
Vestur-Virginía 51,92% 45,59% 1,65% 0,49% 0,30% 0,00% 0,06% 0,00%
Wisconsin 47,61% 47,83% 3,62% 0,44% 0,26% 0,08% 0,03% 0,13%
Wyoming 67,76% 27,70% 2,12% 1,25% 0,66% 0,33% 0,19%
Alríkis 47,87% 48,38% 2,74% 0,43% 0,36% 0,09% 0,08% 0,05%
Kjörmannaatkvæði 271 267

Sjá einnig

[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Pruitt, Sarah. „7 Most Contentious U.S. Presidential Elections“. HISTORY (enska). Afrit af uppruna á 27 apríl 2019. Sótt 9 janúar 2019.
  2. Haddad, Ken (7 nóvember 2016). „5 of the closest Presidential elections in US history“. WDIV (bandarísk enska). Afrit af uppruna á 10 janúar 2019. Sótt 9 janúar 2019.
  3. Fain/Briefing, Thom. „5 of the closest presidential elections in U.S. history“. fosters.com (enska). Afrit af uppruna á 10 janúar 2019. Sótt 9 janúar 2019.
  4. Wood, Richard (25 júlí 2017). „Top 9 closest US presidential elections since 1945“. Here Is The City (enska). Afrit af uppruna á 10 janúar 2019. Sótt 9 janúar 2019.
  5. Elías Snæland Jónsson (16. desember 2000). „Dómur velur forseta“. Dagur. bls. 31.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.