Evrópukeppni karla í knattspyrnu

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópukeppni karla í knattspyrnu (enska: UEFA European Football Championship stytt í Euros) er knattspyrnumót evrópulanda sem haldið er á 4 ára fresti síðan 1960 (nema árið 2020 var því frestað um 1 ár vegna COVID-19).

Áður en hvert land kemst á mótið fer fram undankeppni þar sem lönd keppa í riðlum. Tíu lönd hafa unnið titilinn: Þýskaland og Spánn þrisvar, Ítalía og Frakkland tvisvar og Sovétríkin, Tékkóslóvakía, Holland, Danmörk, Grikkland og Portúgal einu sinni.

Fyrir 1980 voru einungis 4 lið í lokakeppninni en hún hefur verið stækkuð, nú síðast 2016 þar sem 24 lið keppa.

Sigurvegarar[breyta | breyta frumkóða]

Ár Gestgjafar Sigurvegarar
2020 Ýmis lönd Ítalía
2016 Frakkland Portúgal
2012 Pólland/Úkraína Spánn
2008 Sviss/Austurríki Spánn
2004 Portúgal Grikkland
2000 Holland/Belgía Frakkland
1996 England Þýskaland
1992 Svíþjóð Danmörk
1988 Þýskaland Holland
1984 Frakkland Frakkland
1980 Ítalía Þýskaland
1976 Júgóslavía Tékkóslóvakía
1972 Belgía Þýskaland
1968 Ítalía Ítalía
1964 Spánn Spánn
1960 Frakkland Sovétríkin


Tölfræði[breyta | breyta frumkóða]

Flestir leikir[breyta | breyta frumkóða]

Cristiano Ronaldo: 27

Flest mörk[breyta | breyta frumkóða]

Cristiano Ronaldo: 15

Oftast haldið hreinu[breyta | breyta frumkóða]

Iker Casillas: 9