Fara í innihald

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1964

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1964, oft nefnd EM 1964, var í annað skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur farið fram. Keppni fór fram á Spáni dagana 17. til 21. júní 1964 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Landslið Spánar unnu sinn fyrsta titil í keppninni eftir sigur á Sóvetríkjunum í úrslitaleik með tveimur mörkum gegn einu. Þjálfari liðsins var José Villalonga. Í þriðja sæti var lið Ungverjalands með sigri í framlengingu gegn Danmörku.

Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]

Alls tóku 28 þjóðir þátt í undankeppninni sem fram fór á árunum 1962-64. Var það mikil fjölgun frá því sem verið hafði fjórum árum fyrr. Vestur-Þjóðverjar og Skotar tóku þó ekki þátt. Leikið var mað útsláttarfyrirkomulagi.

Frakkar slógu Englendinga út í fyrstu umferð og Búlgarir lögðu Portúgali að velli í oddaleik.

Í sextán liða úrslitum voru mörg spennandi einvígi. Frakkar unnu Búlgari, Sovétmenn slógu Ítali úr leik og Spánverjar unnu Norður-Íra 2:1 í Belfast eftir að hafa einungis gert jafntefli á heimavelli. Óvæntustu úrslitin voru þó sigur Lúxemborgar á Hollandi, sem enn í dag teljast bestu úrslit í sögu landsliðs þeirra.

Litlu mátti muna að Lúxemborg kæmist í úrslitakeppnina en Danir höfðu betur eftir oddaleik. Ungverjar unnu Frakka í tveimur leikjum, Sovétmenn slógu út Svía og Spánverjar áttu ekki í nokkrum vandræðum með Íra í fjórðungsúrslitum.

Þátttaka Íslands[breyta | breyta frumkóða]

Ísland skráði sig til leiks í fyrsta sinn. Mótherjarnir voru Írar. Ríkharður Jónsson skoraði tvívegis í 4:2 tapi á útivelli í fyrri leiknum. Seinni leiknum á Laugardalsvelli lauk með 1:1 jafntefli.

Úrslitakeppni[breyta | breyta frumkóða]

 
UndanúrslitÚrslit
 
      
 
17. júní
 
 
Spánn (e. framl.)2
 
21. júní
 
Fáni Ungverjalands Ungverjaland1
 
Spánn2
 
17. júní
 
Sovétríkin1
 
Danmörk0
 
 
Sovétríkin3
 
Þriðja sæti
 
 
20. júní
 
 
Fáni Ungverjalands Ungverjaland (e. framl.)3
 
 
Danmörk1

Undanúrslit[breyta | breyta frumkóða]

17. júní 1964
Spánn 2-1 (e.framl.) Ungverjaland Santiago BernabéuMadrid
Áhorfendur: 34.713
Dómari: Arthur Blavier, Belgíu
Pereda 35, Amancio 1112 Bene 84
17. júní 1964
Danmörk 0-3 Sovétríkin Camp NouBarcelona
Áhorfendur: 38.556
Dómari: Concetto Lo Bellot, Ítalíu
Voronin 19, Ponedelnik 40, Ivanov 87

Bronsleikur[breyta | breyta frumkóða]

20. júní 1964
Ungverjaland 3-1 (e.framl.) Danmörk Camp NouBarcelona
Áhorfendur: 3.869
Dómari: Daniel Mellet, Svissi
Bene 11, Novák 107 (vítasp.), 110 Bertelsen 82

Úrslitaleikur[breyta | breyta frumkóða]

21. júní 1964
Spánn 2-1 Sovétríkin Santiago BernabéuMadrid
Áhorfendur: 79.115
Dómari: Arthur Holland, Englandi
Pereda 6, Martínez 84 Khusainov 8

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.