Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968
Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968, oft nefnd EM 1968, var í þriðja skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið fór fram í Ítalíu dagana 5. til 10. júní 1968 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Ítalía gerði markalaust jafntefli í undanúrslitum gegn Sovíetríkjunum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en komust í úrslit með uppkasti. Úrslitaleikurinn gegn Júgóslavíu fór einnig jafntefli, eitt mark gegn einu, en í stað uppkasts var leikurinn endurspilaður 10. júní. Ítalía vann seinni úrslitaleikinn með tveimur mörkum gegn engu og unnu þar með sinn fyrsta titil á mótinu.
Undankeppni[breyta | breyta frumkóða]
Fjögur lið komust í úrslitakeppnina. Sigurvegararnir í átta forriðlum léku sín á milli í umspili um sætin fjögur.
Spánverjar komust áfram úr fyrsta riðli á kostnað liðs Tékkóslóvakíu. Bronslið Portúgal frá HM 1966 mátti sætta sig við annað sætið á eftir Búlgörum. Sovétmenn áttu ekki í vandræðum með að vinna þriðja riðil.
Einna mesta dramatíkin varð í fjórða riðli þar sem Vestur-Þjóðverjar virtust með pálmann í höndunum fyrir lokaleikinn. Þjóðverjar og Júgóslavar höfðu unnið hvorir sinn innbyrðisleikinn en markatala vestur-þýska liðsins var betri svo þeim dugði sigur gegn þriðja liðinu í riðlinum, Albönum sem voru með markatöluna 0:12 eftir þrjá leiki. Lokatölur í Tírana urðu 0:0 og silfurliðið frá síðustu heimsmeistarakeppni var úr leik.
Boðið var upp á 42 mörk í leikjunum tólf í fimmta riðli þar sem Ungverjar fóru með sigur af hólmi. Ítalir og Frakkar unnu sína riðla stórvandræðalaust. Bresku löndin fjögur voru saman í áttunda riðli, en úrslit hans voru fengin með því að leggja saman úrslit knattspyrnukeppni Bretlands fyrir leiktíðirnar 1966-67 og 1967-68. Skotar og Englendingar mættust í lokaumferðinni á troðfullum Hampden Park þar sem Skotar þurftu sigur en gestirnir héngu á jafntefli og komust áfram.
Umspilsleikir[breyta | breyta frumkóða]
Búlgaría 3 : 4
Ítalía (3:2 & 0:2)
Ungverjaland 2 : 3
Sovétríkin (2:0 & 0:3)
England 3 : 1
Spánn (1:0 & 2:1)
Frakkland 2 : 6
Júgóslavía (1:1 & 1:5)
Úrslit leikja[breyta | breyta frumkóða]
Heimildir[breyta | breyta frumkóða]
- Fyrirmynd greinarinnar var „UEFA Euro 1968“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt júlí 2012.