Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita

Evrópukeppnin í knattspyrnu 1968, oft nefnd EM 1968, var í þriðja skipti sem Evrópukeppni karla í knattspyrnu hefur verið haldin. Lokamótið fór fram í Ítalíu dagana 5. til 10. júní 1968 á vegum Knattspyrnusambands Evrópu. Ítalía gerði markalaust jafntefli í undanúrslitum gegn Sovíetríkjunum eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en komust í úrslit með uppkasti. Úrslitaleikurinn gegn Júgóslavíu fór einnig jafntefli, eitt mark gegn einu, en í stað uppkasts var leikurinn endurspilaður 10. júní. Ítalía vann seinni úrslitaleikinn með tveimur mörkum gegn engu og unnu þar með sinn fyrsta titil á mótinu.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi knattspyrnugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.