Fara í innihald

Mansal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Mansal (oft ranglega nefnt mannsal) er glæpastarfsemi sem felst í verslun með menn í hagnaðarskyni. Fórnarlömbin eru seld sem vinnuafl í verksmiðjum eða kynlífsiðnaði, en börn eru m.a. seld mansali til ólöglegrar ættleiðingar og til þjálfunar í hermennsku sem barnahermenn. Mansal er náskylt þrælahaldi og sumir telja að bein tengsl séu milli kláms og mansals. Mansal nefnist svo vegna þess að man er gamalt orð yfir ófrjálsan, ánauðugan mann og var einnig haft um ambáttina.