Bjargtangar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Hnit: 65°30′09″N 24°31′55″V / 65.50250°N 24.53194°A / 65.50250; 24.53194

Bjargtangar - Vestfirðir-Barðastrandarsýsla.
Bjargtangar.
Bjargtangaviti.

Bjargtangar er vestasti tangi Íslands og ysti oddi Látrabjargs. Á Bjargtöngum er viti; hann var reistur árið 1948 en fyrsti vitinn var reistur þar árið 1913. Þar er sjálfvirk veðurathugunarstöð frá Siglingastofnun og er akfær vegur þangað. Á Íslandi er oft talað um Bjargtanga sem vestasta odda Evrópu, en það er rangt, því að Flores á Asóreyjum er töluvert vestar. Út af Bjargtöngum er Látraröst, ein mesta og illræmdasta sjávarröst við Ísland, enda hættuleg í miklum veðrum. Fiskigengd er þar mikil og eftirsótt mið.