Landvinningar Rómverja á Bretlandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Landvinningar Rómverja á Bretlandi.

Landvinningar Rómverja á Bretlandi áttu sér stað á löngum tíma. Landvinningarnir hófust árið 43 e.Kr. undir stjórn Claudíusar keisara. Hershöfðingi hans Aulus Plautius var fyrsti landstjóri Brittaníu. Bretland hafði áður orðið fyrir mörgum árásum hermanna rómverska lýðveldisins og rómverska keisaradæmisins. Bretland hafði haft góð verslunartengsl við Rómaveldi frá því Júlíus Caesar herjaði á landið árin 55 og 54 f.Kr. og hafði það talsverð áhrif á hagkerfi og menningu Breta, sérstaklega í suðurhluta landsins.

Ágústus keisari undirbjó innrásir árin 34 f.Kr., 27 f.Kr. og 25 f.Kr. Fyrstu innrásinni og þeirri þriðju var aflýst vegna uppreisna annars staðar í Rómaveldi. Þeirri annarri var aflýst því það leit út fyrir að Bretar væru að fara að gefast upp. Samkvæmt Res Gestae Ágústusar flýðu tveir breskir konungar, Dubnovellaunus og Tincomarus, til Rómaborgar. Strabo grískur sagnfræðingur og heimspekingur segir frá því í verki sínu Landafræði, að Bretland greiði meira í tollum en hægt væri að fá í sköttum ef gerð væri innrás í landið.

Árið 40 e.Kr. skipulagði Calígúla innrás á Bretland, en hún var framkvæmd á undarlegan hátt. Samkvæmt Súetóníusi skipaði hann hermönnum sínum að ráðast á vatnið í Ermarsundinu, og lét þá síðan safna skeljum saman; er ekki vitað hvort þetta var refsing fyrir hermennina eða afleiðing geggjunar hjá Calígúlu. Calígúla lét byggja vita í Bolougne-sur-Mer, sem var fyrirmynd að vita sem byggður var í Dover um árið 43. Sá undirbúningur auðveldaði innrás Claudíusar þremur árum síðar.

  Þessi Englandsgrein sem tengist sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.