Játmundur járnsíða

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Skjaldarmerki Vestursaxar Konungur Englands
Vestursaxar
Játmundur járnsíða
Játmundur 2.
Ríkisár 23. apríl, 1016 - 30. nóvember, 1016
Fæddur989
 Wessex, Englandi
Dáinn30. nóvember, 1016
 Glastonbury, Englandi
GröfGlastonbury klaustrið
Konungsfjölskyldan
Faðir Aðalráður ráðlausi
Móðir Aelfgifu frá Northamton
Börn

Játmundur járnsíða, Játmundur sterki eða Játmundur 2. (fornenska Eadmund II Isen-Healf) (98930. nóvember 1016) var konungur Englands frá 23. apríl 1016 þar til hann lést 30. nóvember sama ár.

Játmundur var næstelsti sonur Aðalráðs ráðlausa og Ælfgifu konu hans og varð ríkiserfingi þegar Aðalsteinn bróðir hans dó 1014. Hann gerði uppreisn gegn föður sínum en þegar víkingaher Knúts ríka réðist á England 1015 og Játmundur komst að því að Knútur naut meiri stuðnings hluta enska aðalsins en hann sjálfur gekk hann til liðs við föður sinn. Aðalráður var þó veikur og lést 23. apríl 1016. Játmundur varð þá konungur.

Eftir að hafa tekist að verja London fyrir umsátri Knúts laut hann í lægra haldi 18. október í orrustu við Ashingdon (Assatún) í Essex. Konungarnir gerðu þá með sér samkomulag þar sem Játmundur hélt Wessex en Knútur fékk öll lönd norðan við ána Thames og jafnframt var samið um að ríki þess sem fyrr félli frá gengi sjálfkrafa í arf til hins. Rúmlega mánuði síðar lést Játmundur í Oxford eða London og lönd hans gengu til Knúts. Dánarorsök hans er óviss og sumir hafa haldið því fram að hann hafi verið ráðinn af dögum.

Kona Játmundar var Ealdgyth (Edit; nafn hennar er þó óvíst). Þau áttu tvo syni, Játvarð útlaga og Játmund.


Fyrirrennari:
Aðalráður ráðlausi
Konungur Englands
(1016 – 1016)
Eftirmaður:
Knútur mikli


  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.