Fornbretar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stóra-Bretland um miðja 5. öld.
  Brýþonsk tungumál
  Gelísk tungumál
  Péttnesk tungumál

Fornbretar voru þeir Keltar sem bjuggu á Bretlandi frá járnöld til upphafs miðalda. Þeir töluðu keltneska tungumálið bresku eða brýþonsku. Þeir bjuggu sunnan við Firth of Forth, en eftir 5. öld flutti talsverður fjöldi þeirra til meginlands Evrópu þar sem þeir settust að í Bretagne í Frakklandi og í Britoniu á því svæði sem er nú Galisía á Spáni. Mikið hefur verið deilt um tengsl þeirra við Pikta sem bjuggu norðan við Firth of Forth en talið er að péttneska, tungumál Pikta, sé brýþónskt tungumál skylt bresku en talsvert ólíkt henni.

Fyrstu sannindamerki um Breta og tungumál þeirra eru frá járnöld. Eftir landvinninga Rómverja árið 43 e.Kr. hófst tímabil rómversk-breskrar menningar. Við komu Engilsaxa á 5. öld fór menningu Fornbreta hnignandi. Fyrir 11. öld höfðu afkomendur þeirra skipst í marga ólíka hópa og nú er átt við Walesbúa, Kornbreta, Bretóna og fólkið frá Hen Ogledd („gamla norðrinu“). Með tímanum breyttist breska í fjögur aðskilin tungumál: velsku, kornísku, bretónsku og kumbrísku.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.