Langskip

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Horft framan á Ásubergsskipið (mikið endurbyggt).

Langskip voru seglskip sem saxar og norrænir menn notuðu sem herskip og til að sigla upp ár og leggja upp á grynningar þegar þeir herjuðu á Bretlandseyjum og á meginlandi Evrópu fram til loka Víkingaaldar. Skipin voru lág, mjó og rennileg, súðbyrt með kjöl, hliðarstýri og eitt mastur með ferhyrndu rásegli. Þeim var bæði siglt og róið með árum.

Langskip ristu grunnt og hentuðu því vel til að sigla í grunnu vatni, til að sigla upp á strönd og til að bera yfir farartálma. Þessir sömu eiginleikar gerðu að þau hentuðu síður til úthafssiglinga. Knörrinn var því notaður til landkönnunar og landnáms á eyjunum í Atlantshafi, en hann var bæði hærri og breiðari.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]Gerðir seglskipa
Rigging-catboat-berm.svg Kjölbátar: Gaflkæna · Jakt · Julla · Kæna · Kútter · Slúppa · Tvíbytna · Þríbytna
Rigging-carrack.svg Rásigld skip:  Bússa · Djúnka · Dugga · Langskip · Loggorta · Karavella · Karkari · Knörr · Kreari · Kuggur · Pinkskip
Rigging-barque.svg Hásigld skip: Barkantína · Barkskip · Briggskip · Brigantína · Galías · Góletta · Húkkorta · Korvetta · Skonnorta
Rigging-full-rigged.svg Fullreiðaskip: Flauta · Freigáta · Galíon · Klippari · Línuherskip
  Þessi skipagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.