Brýþonsk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tungumál á Bretlandseyjum
fyrir komu Engilsaxa, á 5. öld.
Rautt: Brýþonsk tungumál
Grænt: Gelísk tungumál
Blátt: Péttnesk tungumál

Brýþonsk tungumál (einnig þekkt sem bresk tungumál) eru þau keltnesku tungumál sem töluð eru í Wales, Cornwall og Bretagne. Fyrir komu Engilsaxa voru þau töluð um allt Bretland. Brýþonsk tungumál eiga rætur að rekja til bresku sem töluð var í Bretlandi sunnan við Firth of Forth á járnöld og tíma Rómverja. Norðan við Firth of Forth var töluð péttneska, sem er talin vera skyld bresku. Á 4. og 5. öld flutti fólk til Bretagne frá Bretlandseyjum og tók tungumálið með sér. Á eftirfarandi öldum skiptist breska í nokkrar ólíkar mállýskur sem þróuðust smám saman í velsku, kornbresku, bretónsku og kumbrísku. Nú eru aðeins velska og bretónska talaðar sem móðurmál, en smá endurlífgun kornbresku hefur verið undanfarin ár. Vegna útbreiðslu gelísku og ensku á fyrri öldum er kumbríska nú dáin út. Útflytjendur sem tala brýþonsk tungumál búa í Englandi, Frakklandi og Argentínu.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.