Efnavopnasamningurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search

Samningur um bann við þróun, framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna og um eyðingu þeirra eða efnavopnasamningurinn er alþjóðasamningur um vopnatakmarkanir sem bannar framleiðslu, söfnun og notkun efnavopna. Efnavopnastofnunin sér um framkvæmd samningsins, en það er óháð stofnun staðsett í Haag í Holland. Samningurinn bætir við og stækkar gildissvið Genfarsamningsins frá 1925. Samningurinn var lagður fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna af Afvopnunarráðstefnunni 3. september 1993. Í nóvember samþykkti þingið samninginn sem var lagður fram til undirritunar 13. janúar 1993. Hann tók formlega gildi 29. apríl 1997 eftir undirritun 65 landa. Nú hafa 188 af þeim 196 löndum sem viðurkennd eru af Sameinuðu þjóðunum undirritað samninginn. Tvö lönd (Búrma og Ísrael) eiga eftir að fullgilda hann og sex lönd (Angóla, Norður-Kórea, Egyptaland, Sómalía, Suður-Súdan og Sýrland) hafa ekki undirritað hann.

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.