1857
Útlit
(Endurbeint frá MDCCCLVII)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1857 (MDCCCLVII í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 6. mars - Sex vermenn á leið frá Þingvöllum til Reykjavíkur urðu úti á Mosfellsheiði. Átta komust af.
- 27. nóvember - Tvö skip fórust með allri áhöfn og farþegum. Annað þeirra var póstskipið Sölöven, sem fórst undan Svörtuloftum og hitt var Drei Annas, sem fórst undan Mýrum.
- 3. desember - Hvirfilbylur skall á bænum Kollsvík við Patreksfjörð og braut hann niður. Kona og tvö börn fórust.
- Tveir kaþólskir franskir prestar fengu leyfi til að þjóna frönskum sjómönnum sem voru að veiðum við Ísland.
- Reglur settar um að danskir embættismenn skyldu standast íslenskupróf til að geta fengið stöðu á Íslandi.
- Kosningarréttur var rýmkaður: Fengu þá flestir fullorðnir karlmenn kosningarrétt sem bjuggu á eigin heimili, borguðu skatta, áttu eignir eða höfðu lokið háskólaprófi. [1]
- Þúsund og ein nótt í þýðingu Steingríms Thorsteinssonar kom út.
- Fyrsti hópur Mormóna fór frá Íslandi til Vesturheims, þegar 12 Vestmannaeyingar héldu til Utah.
- Sigurður Guðmundsson málari skrifaði grein í Ný félagsrit um íslenska kvenbúninginn, sem hafði mikil áhrif á þróun þjóðbúningsins.
- Fyrsta húsið var reist í Borgarnesi.
- Holdsveikraspítalinn á Hallbjarnareyri lagðist af.
- Krýsuvíkurkirkja var byggð.
Fædd
- 1. febrúar - Páll J. Árdal, íslenskt skáld (d. 1930).
- 9. apríl - Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum, rithöfundur og ljósmóðir (d. 1933).
- 16. nóvember - Jón Sveinsson (Nonni), kaþólskur prestur og barnabókahöfundur (d. 1944).
Dáin
- 4. desember - Þorleifur Repp, fræðimaður og þýðandi (f. 1794).
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 9. janúar - Jarðskjálfti, sem talinn er hafa verið 7,9 stig á Richter-kvarða, varð í Kaliforníu.
- 3. mars - Ópíumstríðin: Bretland og Frakkland lýstu stríði á hendur Kína.
- 4. mars - James Buchanan var settur í embætti forseta Bandaríkjanna.
- 6. mars - Dred Scott-málið: Hæstiréttur Bandaríkjanna kvað upp þann úrskurð að svertingjar væru ekki bandarískir ríkisborgarar og gætu því ekki farið í mál til að krefjast frelsis.
- 21. mars - Jarðskjálfti í Tókýó í Japan varð yfir 100.000 manns að bana.
- 14. mars - Eyrarsundssamningurinn batt enda á innheimtu Eyrarsundstollsins.
- 3. maí - Norska vísindaakademían var stofnuð.
- 13. október - Bankahrun í New York. Bönkunum var lokað og þeir ekki opnaðir aftur fyrr en 12. desember.
- 24. október - Knattspyrnuliðið Sheffield FC var stofnað í Englandi. Það er elsta knattspyrnulið heims.
- 16. desember - Um 11.000 manns fórust í jarðskjálfta austur af Napólí á Ítalíu.
- 31. desember - Viktoría Bretadrottning valdi Ottawa sem höfuðborg Kanada.
- Borgin Dakar í Senegal var stofnuð.
- Daniel Willard Fiske hóf útgáfu fyrsta skáktímarits Bandaríkjanna, American Chess Monthly.
- Skáldsagan Frú Bovary eftir Gustave Flaubert kom út í Frakklandi.
- Skilnaðarlöggjöf breytt í Bretlandi þannig að ekki þurfti lengur samþykki breska þingsins til að fá skilnað.
- Alþjóðlega merkjabókin fyrir skipaumferð komst í gagnið.
- Central Park opnaði í New York.
- Kuala Lumpur var stofnuð sem tin-námabær.
Fædd
- 22. febrúar - Robert Baden Powell, stofnandi skátahreyfingarinnar (d. 1941).
- 13. maí - Ronald Ross, skoskur læknir sem fann malaríusýkilinn (d. 1932).
- 31. maí - Píus 11. páfi (d. 1939).
- 2. júní - Edward Elgar, breskt tónskáld (d. 1934).
- 2. júní - Karl Adolph Gjellerup, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1919).
- 11. júlí - Alfred Binet, franskur sálfræðingur (d. 1911).
- 24. júlí - Henrik Pontoppidan, danskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi (d. 1943).
- 15. september - William Howard Taft, forseti Bandaríkjanna (d. 1930).
- 22. október - Michael Pedersen Friis, danskur forsætisráðherra (d. 1944).
- 28. nóvember - Alfons 12. Spánarkonungur (d. 1885).
- 29. nóvember - Theodor Escherich, bæverskur barnalæknir og örverufræðingur (d. 1911).
- 3. desember - Joseph Conrad, breskur rithöfundur af pólskum ættum (d. 1924).
Dáin
- 15. febrúar - Mikhail Glinka, rússneskt tónskáld (f. 1804)
- 23. maí - Augustin Louis Cauchy, franskur stærðfræðingur (f. 1789).
- 5. september - Auguste Comte, franskur heimspekingur (f. 1798).
- 17. desember - Francis Beaufort, breskur aðmíráll og náttúruvísindamaður (f. 1774).
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ Hvenær fengu allir fullorðnir kosningarétt á Íslandi? Vísindavefurinn