Mosfellsheiði
Útlit
Mosfellsheiði er heiði sem liggur milli Esju og Henglafjalla á Vesturlandi. Hæsti punktur á heiðinni eru Borgarhólar 410 metrar yfir sjávarmáli. Um heiðina liggja margar gamlar þjóðleiðir og Þingvallavegur kemur þar upp úr Mosfellsdal sem gengur inn í heiðina vestan megin og liggur til Þingvalla.
Eitt og annað
[breyta | breyta frumkóða]- Í Innansveitarkroniku, eftir Halldór Laxness, segir svo þar sem segir frá brauðinu dýra:
Þegar stúlkan hafði skift um brauð og var farin á stað heim með seydda brauðið í tréskjólunni, og ætlaði heim á prestssetrið sömu leið og hún hafði farið mörg hundruð sinnum áður, þá missir hún áttanna, og í staðinn fyrir að gánga beint í norður einsog leið liggur, þá geingur hún beint í suður og lendir í mýrlendu skarði milli tveggja fjalla þar sem hún kannast ekki við sig og þræðir sig meðfram lækjum, en einlægt uppávið, uns hún er komin á heiðar víðlendar og eyðilegar, óbygðar af mönnum, sem liggja til Mosfellskirkju, og eru afréttir margra sveita, og er vant að tala um óbygðir þessar í einu lagi undir nafninu Mosfellsheiði. | ||
— Innansveitarkronika, bls. 80
|