Fara í innihald

Páll J. Árdal

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Páll J. Árdal (1. febrúar 1857 - 24. maí 1930) var skáld, kennari og silfursmiður á Akureyri.

Foreldrar Páls voru hjónin Kristín Tómasdóttir og Jón Pálsson. Ólst Páll upp á Helgastöðum í Möðruvallasókn ásamt fjórum systrum sínum (Guðrún, Aðalbjörg, Rannveig og Sigríður) en Guðmundur eldri hálfbróðir Páls lést mjög ungur. Faðirinn ætlaðist til að Páll tæki við búinu en Páll fékk snemma áhuga á að mennta sig í öðru. Vildi Jón helst banna honum að fara í slíkt nám en Páll þrjóskaðist við og með aðstoð Kristínar tókst honum að menntast og gerast kennari.

Páll samdi fjölda bóka og leikrita, m.a. En hvað það var skrítið og Þvaðrið: Gamanleikur í einum þætti. Hann gaf út blaðið Norðurljósið á Akureyri um tíma (1886-1889) og ritstýrði eyfirskt blað í fjögur ár (1893-1896) sem hét Stefnir.

Sonarsonur hans var Páll S. Árdal prófessor í heimspeki. Skáldkonan Kristín Sigfúsdóttir var systurdóttir Páls J.