„Íslandsbanki“: Munur á milli breytinga

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Jón (spjall | framlög)
de
Lína 33: Lína 33:
[[Flokkur:Stofnað 2008]]
[[Flokkur:Stofnað 2008]]


[[de:Íslandsbanki]]
[[en:Íslandsbanki]]
[[en:Íslandsbanki]]
[[fr:Íslandsbanki]]
[[fr:Íslandsbanki]]

Útgáfa síðunnar 22. desember 2010 kl. 20:53

Íslandsbanki hf.
Rekstrarform hlutafélag
Stofnað 2008 sem Nýi Glitnir banki
Staðsetning Reykjavík, Ísland
Lykilpersónur Birna Einarsdóttir, bankastjóri
Friðrik Sophusson, stjórnarformaður
Starfsemi Bankastarfsemi
Vefsíða www.isb.is

Íslandsbanki hf. er viðskiptabanki sem starfræktur er á Íslandi. Bankinn rekur 21 útibú á Íslandi auk bankaþjónustu á internetinu.[1] Bankinn var stofnaður undir nafninu Nýi Glitnir af ríkinu í október 2010 á grundvelli neyðarlaganna til þess að taka yfir íslenskar eignir og skuldbindingar Glitnis banka.[2] Bankinn tók upp nafnið Íslandsbanki 20. febrúar 2009[3] en það var fyrra nafn Glitnis banka frá stofnun hans 1990 til 2006 auk þess sem banki með sama nafni var starfandi á árunum 1904 til 1930.

Stofnun

Mynd:Glitnirhq.jpg
Höfuðstöðvar Íslandsbanka við Kirkjusand í Reykjavík.

Stofnun Íslandsbanka í núverandi mynd kom til vegna bankahrunsins á Íslandi í október 2008. Stjórnendur Glitnis banka höfðu leitað til Seðlabankans í lok september um aðstoð vegna yfirvofandi lausafjárvanda bankans. Var um það samið að ríkið myndi eignast 75% hlut í bankanum og greiða 600 milljónir evra fyrir. Það samkomulag kom aldrei til framkvæmda heldur var rekstur Glitnis tekinn yfir af Fjármálaeftirlitinu (FME) og skilanefnd sett yfir rekstur hans þann 7. október 2008 samkvæmt heimild sem FME var veitt með neyðarlögunum. Með sömu lögum var ríkinu veitt heimild til að stofna til nýrra fjármálafyrirtækja til að taka yfir hluta af starfsemi þeirra fyrirtækja sem FME tæki yfir. Á grundvelli þeirrar heimildar var Nýi Glitnir banki stofnaður 9. október 2008 [4] og tók hann við eignum um skuldbindingum hins fallna Glitnis banka nokkrum dögum síðar. Ekki varð nein röskun á rekstri útibúa eða aðgengi viðskiptavina að innlánsreikningum þrátt fyrir umskiptin. Birna Einarsdóttir var ráðin sem bankastjóri Nýja Glitnis banka en 97 starfsmenn Glitnis banka misstu vinnuna.[5]

Uppgjör, endurfjármögnun og eignarhald

Í kjölfar bankahrunsins var mikil óvissa um verðmat á þeim eignum og skuldbindingum sem fluttar voru úr hinum föllnu bönkum yfir í nýju bankana, þar á meðal hinn nýja Íslandsbanka. Því mati lauk 15. apríl 2009 og var þá gert ráð fyrir að það yrði gert opinbert.[6] Það var þó ekki gert heldur fóru viðræður fram milli ríkisins og kröfuhafa Glitnis banka um uppgjör vegna eignanna sem fluttar voru úr gamla bankanum yfir í þann nýja án þess að verðmatið væri gert opinbert. Í desember 2009 lauk því uppgjöri með því að kröfuhafar Glitnis banka tóku við eignarhaldi á 95% í Íslandsbanka en ríkið hélt eftir 5%. 65 milljarðar króna komu inn í bankann sem hlutafé, þar af 3,25 milljarðar frá ríkinu í samræmi við eignarhlut þess.[7] Bankasýsla ríkisins fer með eignarhlut ríkisins í bankanum og skipar einn mann í stjórn hans. Eignarhaldsfélagið ISB Holding ehf. fer með eignarhlut kröfuhafa Glitnis banka og skipar sex stjórnarmenn.[8]

Tilvísanir

  1. „Útibú og höfuðstöðvar“. Íslandsbanki. Sótt 11. maí 2010.
  2. „Nýr Glitnir banki hf. hefur verið stofnaður um innlenda bankastarfsemi Glitnis banka hf“. Fjármálaeftirlitið. Sótt 12. október 2010.
  3. „Nýi Glitnir mun breytast í Íslandsbanka“. Íslandsbanki. Sótt 11. maí 2010.
  4. „Nýi Glitnir banki hf. stofnaður í dag“. Viðskiptablaðið. 9. október 2008. Sótt 11. maí 2010.
  5. „Nýr Glitnir tekur til starfa“. Íslandsbanki. 15. október 2008. Sótt 11. maí 2010.
  6. „Skýrslu skilað í dag“. mbl.is. 15. apríl 2009. Sótt 11. maí 2010.
  7. „Endurreisn bankanna lokið“. Fjármálaráðuneytið. 18. desember 2009. Sótt 11. maí 2010.
  8. „Fjármálaeftirlitið veitir ISB Holding ehf. leyfi til að fara með virkan eignarhlut í Íslandsbanka“. Íslandsbanki. 7. janúar 2010. Sótt 11. maí 2010.

Tenglar