Fara í innihald

Kirkjusandur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Kirkjusandur skömmu eftir 1920
Fiskvinnslufólk við saltfiskverkun á stakkstæði Th.Thorsteinssonar á Kirkjusandi um 1910
Stakkstæði á Kirkjusandi í forgrunni. Í fjarska sést í Holdsveikraspítalann í Laugarnesi. Mynd frá 1910
Stakkstæði á Kirkjusandi (mynd frá fyrir 1898)

Kirkjusandur er strandlengja í Reykjavík frá Rauðarárvík til Laugarness. Þegar vegur var lagður inn í Laugarnes, Laugarnesvegur þá varð Kirkjusandur miðstöð fiskvinnslu. Þar voru starfræktar fiskverkunarstöðvar frá því á seinni hluta 19. aldar og langt fram á þá 20. öld. Heitur lækur kom upp í Þvottalaugunum, á svæði sem nú er nefnt Laugardalur og rann lækurinn til norðvesturs á svipuðum slóðum og samnefnd gata Laugalækur liggur nú og féll til sjávar á Kirkjusandi.